Sumargjöf - 01.01.1907, Side 29

Sumargjöf - 01.01.1907, Side 29
Sumargjöf. 25 eru þau, að ég kom eitt sinn til lians og sagði hon- um draum minn. Ég þóttist úti staddur á bæ einum í Suður-Þingeyjarsýslu og sjá yflr engin suður af bænum; þótti mér þau miklu stærri og litfegurri, en ég bjóst við, og sá ég þar mjög margt fólk að hey- vinnu, en bæi marga í hálsunum tveim megin. En sunnan við engin þóttist ég sjá háls skógi vaxinn og bærðist laufið fyrir vindinum og var það marglitt sem á liaustdegi. Ég man að hann undraðist draum þenna, og er ég kom til hans degi síðar, gaf hann mér vísur þess- ar, er hann kallaði: I > a a in. Það hrá fyrir björtu leiptri og birti allra snöggvast; þá sá ég grænu grasi gróna slétta völlu, en hliðar víði vaxnar, vaggaði gola laufi, kvikaði fugl á kvisti, kliðaði blær í lundi, niðaði foss í fjarska; fylltist ég þrá í brjósti. Þá syrti fyrir sólu, og sölnaði fagur hlómi, mér seig móða á augu, í myrkri sat ég eptir. Ég veit það var draumur — draumur; en — draumarnir rætast stundum. Leitaðu að landinu, vinur! ef líf þér og kraptar endast. Baldur Sveinsson.

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.