Sumargjöf - 01.01.1907, Side 52

Sumargjöf - 01.01.1907, Side 52
48 Sumargjöf. Menningin fer í stórum öldum iíir jörðina, en sú grein fegurðarkendarinnar, sem skinjar náttúru- feguð, er jafnan á öldufaldinum. Þetta má sjá á því, að hún kemur mest fram hjá þeim þjóðum, sem þroskamestar eru. 1 fornum, indverskum skáldskap kemur hún Ijóst fram (Kalidasa) og eins hjá Sem- itum (Jobsbók, Lofkvæði Salomons). Einkum ber þó mikið á henni lijá Grikkjum. Enda var alt Iíl’ þeirra tvinnað og oíið saman við fegurðina. En fáfróð, stríðandi kirkja, sorgbitin og dimm, trúði því, að guð liefði bölvað jörðinni og liún væri dimmur dalur og dauðans skuggi. Þá hrundu menn fegurðarinnar glöðu goðþjóð al' stóli og töldu það sind að gleðjast af fegurð náttúrunnar. En er landafundirnir miklu hófust og endurreisn- artíminn rann upp iíir Norðurálfuna, þá þróaðist glöggleiki manna á náttúrufegurð. Lengi þólti þó það eitt fagurt, sem smáfrítt var og unaðslegt, en talið er að Rousseau haíi íirstur lokið upp augum tímans, svo að hann sá þá náttúrufegurð, sem livíl- ir ifir hrikalegum hlutum, svo sem hömrum, klungr- um og gjám. En sá maður er og nærri öldufaldin- um á hinni nýju menningarbáru. Sannast því hér það, sem fir var sagt, að skilningur manna á nátt- úrufegurð væri jafnan efst á menningaröldunni. Þá er kendin ekki að neinu leiti miðuð við hag sjá- andans. Hinir fornu íslendingar, forfeður vorir, hafa ver- ið einhver hin best menta þjóð firir ílestra hluta sakir. Má meðal annars sjá það á þvi, að fegnrðar- kendin var mjög þroskuð hjá þeim. Og næg dænn iná lelja, sem sína að þeir liöfðu og þá grein henn-

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.