Sunnudagsblaðið - 17.06.1923, Side 1

Sunnudagsblaðið - 17.06.1923, Side 1
Falleg og ódýr Sumarföt fáið þér hjá okkur Árni & Bjarni. Bókafregn. Andrés G. Pormar: Dómar. — Sorgarleikar í fjórum þáttum. Reykja- vík 1923. Andrés Þormar er ungur rit- höfundur. Austfirðingur að ætt. Áður hefir hann ritað »Hilling- ar«, sögur og æfintýri. Og nú kemur hann með heilt drama, sorgarleik f fjórum þáttum. Efn- ið er frá galdraöldinni, og fer leikurinn fram norður í Skaga- firði. Frumdrættir leiksins eru þessir: Kristján óðalsbóndi á Núpi á tvær dætur. Erla er lofuð biskupssyninum á Hólum, en Regina er leynilega lofuð f*ór- ólfi Loftssyni, fátækum bónda- syni. ólafur Sigurðsson, sýslumanns Skagfirðinga, er ungur maður og glæsilegur, svallsamur og mikill á lofti. Hann er á sína visu ástfanginn í Regínu, og foreldrar heunar eru mjög á- fram um, að sá ráðahagur tak- ist. En ólafur vinnur engan bug á ásl Regínu til Pórólfs. Tekur hann þá til þeirra bragða að reyna til að losast við Þór- ólf, fá hann á báli brendan fyrir galdra. Notar hann til þess trúgirni alþýðu i þeim málum, kuklþekkingu sina úr Hólaskóla og aðstoðs Jóns gamla fjósa- manns og hestasmala á Núpi. Svikabrögðin hepnast. Böndin berast að Þórólfi. Hann er sett- ur fastur á Hólum, en forðar sér á flótta — heim að Núpi. En er ofsóknarmenn hans eru á hælum hans, steypir hann sér i Héraðsvötnin — og Regina með honum. — — »Við náðum honum ekki. Hann kom ekki við jörðina. Hann fór i loftinu eins og eld- ing, niður til Héraðsvatna«. — »Hann bar hana með sér. Þau bundu sig saman með skýlu- klútnum hennar á bakkanum«.— t»að er sagt að tslendingar kunni ekki að lesa sjónleiki. Það ^Stfcfcíknímjfc^ heldur uppi reglubundnum faraþegaferðum Noregs og New-York. - Farseðlar og allar upplýsingar fást hjá Nic. Bjarnason. milli verða þeir að læra. »Dóma« má lesa sér að fullum notum eins og hverja aðra sögu. Sam- tölin eru skýr, og samhengi efnisins yfirleitt gott. Og þrátt fyrir gallana verður efnið skilj- anlegtog trúlegt. »Skuggi« Núps- ættarinnar breiðir sig eins og dökkir vængir yfir leikinn frá upphafi, og gefur honum þann blæ, sem nauðsynlegur er til þess, að hann njóti sín. Það er hinn magnaði ættarrígur og met- orðagirnd Núpshjónanna, sem birgir fyrir hamingjusól þeirra og barna þeirra á miðju sumri.— y>Erla: Allri frægð fylgir ein- hver skuggi. Sá ljómi, sem staf- ar af þessari ætt, á ef til vill mesta birtu sina að þakka þess- um skugga«. — Persónulýsingar eru víða góð- ar, og sumar talsvert meira. Sérstaklega eru lyndislýsingar systranna í þriðja þætti ágætar með köflum. Og glettilega góð er lýsingin á Jóni gamla í fjórða þætti, þegar vitfirringin er að síga á hann. Aðalgalli leiksins er ofmikil lýrisk mælgi, sem dregur meö köflum úr áhrifum hans og skyggir á kosti leiksins. Fyrsti þáttur er látlaus og eðlilegur. Yfir samtali systranna, sem eru að undirbúa silfur- brúðkaup foreldra sinna, er hlýr og hugþekkur heimilisblær. Og þar opnast manni eðlileg fjar- sýn til ókomna tímans með skuggum og skýjarofum. Annar þáttur er losalegur með köflum. Sérstaklegur verður aðalmaður hans, Ólafur Sigurðsson, óskýr og sundurleitur. Aflur á móti eru þriðji og fjórði þáttur all- auðugir af lifaudi hreyfingu og dramatiskum krafti, og þar tal- ar rödd hjartans sterkt og átak- anlega. — — Ef einhver skyldi segja, að auðsjáanlega hafi höfundur »Dóma« lesið Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, þá er þar til að svara: Já, auðvitað. »En hvað er svo um það meira?« Helgi Valtgsson. VIKAN SLAiAiA 7. júni. K. R. og Valur keppa á íþróttavellinum. K. R. vann með 2:1. — Hr. Jón Sigurðs- son frá Kallaðarnesi hefir þýtt »Pan« eftir norska skáldið heims- fræga, Knut Hamsun. Pýðingin er gefin til styrktar fyrirhuguð- um stúdentagarði i Rvk. — »Þú nafnkunna landið«, nýtt lag, eft- ir Sigvalda Kaldalóns, hefir og verið gefið til styrktar sama fyr- irtæki. Er nýkomið út. 8. júni. Fram og Víkingur keppa á íþróttavellinum. Fram vann með 2:0. — Kvennaþing hefst. 9. júni. Eftir prófessor G. Finn- bogason eru komnir út þrir fyr- irlestrar á dönsku, er heita »Is- landske Særtræk«. —• Fundur að tilhlutan borgarstjóra viðv. nýju sjómannahæli í Rvk. — 10. júni. Kvennaþingið: Fyrir- leslur um »HeIstu boðorö vinnu- vits«, heldur próf. G. Finnboga- son. 11. júni. Kvennaþingið: Fyrir- lestur um garðyrkju og blóma- rækt heldur hr. Einar Helgason garðyrkjustjóri. — Aðrir fyrir- lesarar og málshefjendur á þing- inu hafa verið: Frk. I. H. Bjarna- son alþingiskona, frú Bríet Bjarn- béðinsdóttir, Jóninna Líndal, Magnús Helgason skólastjóri, Ás- geir Ásgeirsson kennari, o. fl. 12. júni. K. R. og Fram keppa á íþróttavellinum. K. R. vann með 1 : 0. Ungfrú Signe Liljequist syng- ur í síðasta sinn i Rvk. Hefir hún hlotið einróma lof hér fyr- ir söng sinn. 13. júni. Samkvæmt símfregn- um frá Khöfn fer Vilhelm van Rossum kardínáli í lok þ. m. áleiðis til íslands. 14-. júni. Handavinnunáms- skeið stendur yfir í Kennara- skólanum. NÝJA BIO ^stamál ISgregluþjúnsins. Gamanleikur í 5 þáttum. Aðalhlutverk leika: Margarita Fisher og Jack Mower. Mjög skemtileg mynd og hlægileg. ]6a og 6venður. Islenzkur gamanleikur í 2 þáttum. Saminn og tekinn á kvikmynd af Lojti Guðmundssyni. Leikinn af: Friðfinni Guðjónssyni, Tryggva Magnússyni. E. Beck, Svanh. Porsteinsdóttur, Gunnþórunni Halldörsdóttur Haraldi Á. Sigurðssyni o. fl. Þetta er fyrsta alíslenzka grínmynd sem gerð hefir verið og mun mörgum verða forvitni á að sjá leik þenna, sem er afar hlægil. Sýningar í dag (sunnud.) kl. 6, 772 og 9. I næsta blaöis Vikan, Hafræna (ritdómur), Frægðarþrá (framhald), Stríðs- saga eftir búlgarskan höfund, er ívan Vazoff heitir o. fl. — Nokkrum æskuárum sínum eyddi Vazoff í Rússlandi. f öllum hans verkum kemur fram heit ást til náttúrunnar. Vazoff var fæddur árið 1850 við rætur eins af hæstu fjöllum Búlgaríu. Hann dó í september 1921 og var þá minning hans heiðruð og hann syrgður af öllum landslýð í Búlgaríu. Nýlega var gerð hér íslsnzk kvikmynd, gamanmynd. Margir vel kunnir leikarar léku. Hr. Loftur Guðmundsson tók mynd- ina. Er enginn efi á, að fólki mun yfirleitt þykja góð skemt- un að þessari mynd. Myndin er sýnd í Nýja Bíó. Internationale. Alþjóðaóðurinn var ortur af Parísarbúanum Eugene Pottier, 1871. Lagið bjó til Adolphe Degeyter.

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.