Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 6

Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 6
2 D V Ö L 4. nóv. 1934 Kýmnisögur. D ó 11 i r i n: Heldurðu ekki, pabbi, að tveir geti lifað eins ó- dýrt og einn? F a ð i r i n n: Vissulega. Sem stendur lifum við mamma þín ódýrar en þú. A: Svo að þú ert ekki hrifinn aí talmyndunum? B: Nei. Ég dáðist að því' í þöglu myndunum að sjá kven- rnann opna munninn — og loka honum, án þess að eitt einasta orð heyrðist. A: Er þetta virkilega mynd af hershöfðingjanum. Ég hefi séð hann fjölmörgum sinnum við liðskönnun, en hér lítur hann út eins og lamb! Ljósm.; Frúin var með þegar hann lét taka myndina. Smiths-hjónin sitja á vegg- svölunum og heyra elskendur hvíslast á ástarorðúm í garðinum fyrir neðan. F r ú i n: Ég held hann ætli að fara að biðja hennar. Við ættum ekki að hlýða á. Blístraðu til að vara hann við. H a n n: Enginn blístraði til að Yara mig við. K a u p m.: Hvað ætlið þér að gera við öll þessi málverk? Málarinn: Selja þau. Kaupm.: Segið mér hvaða kaup þér vilduð fá. Að slíkum sölumanni hefi ég verið að leita alla æfi. Jakob og Ingu hefir verið gef- ið epli, sem þau eiga að skipta á milli sín. Jakob segir: — Eigum við að leika Adam og Evu? Þú gefur mér eplið og eg skal borða það. Ilinn trúi og æruverðugi skrif- stofustjóri var nýlátinn og einn morguninn kom einn af skrif- stofuþjónunum inn til forstjórans og sagði: — Ja, nú er hr. Jepsen dauður og ég vildi gjarnan koma í stað- inn fyrir hann. Forstjórinn horfði fremur ó- vingjaralega á unga manninn og sagði: — Jú, þér megið það mín vegna, en það er mál sem ekki heyrir undir mig, heldur kirkju- garðsvörðinn. Bernhard var að læra undir fenningu hjá prestinuin og ein- hverju sinni spurði presturinn hann: — Hversvegna biðjum við dag- lega: Gef oss í dag vort daglegt brauð ? Er ekki nóg að biðja um það vikulega eða mánaðarlega? Bernhard þegir dálitla stund og íhugar málið spekingslega: — Það er líklega til þess, að við getum fengið það nýbakað.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.