Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 14

Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 14
10 D V Ö L 4. nóv. 1934 Sá rét.tláti. Saga frá Neðra Bretagne eftir Paul Sebillot. Einu sinni var fátækur maður, sem hafði eignast son með konu sinni. Hann vildi, að skírnarvottur barnsins væri réttlátur maður, og tók sér því staf í hönd og lagði af stað út í heiminn til þess að finna hann. Þegar hann hafði gengið lengi, mætti i hann ókunnugum manni, sem var ákaflega ráðvendnisleg- ur á svipinn. Sá spurði: — Hvert ert þú að fara, mað- ur sæll? — Ég er að leita að skírnar- votti handa nýfæddum syni mín- um. — Jæja, viltu mig þá? Ég skal gera þetta fyrir þig, ef þú vilt. — Já, en — ég vil fá rjettlát- an mann. — Nú, þá gaztu ekki borið niður á betri stað. Ég er einmitt maður að þínu skapi. — Hver ertu þá? — Ég er Drottinn allsherjar. — Þú réttlátur! Drottinn alls- herjar! Nei, nei, alls staðar heyri ég kvartanir yfir þér hér á .jörð- unni. — Og yfir hverju er kvartað, ef ég má spyrja? — Yfir hverju? Og ég held þær séu nú nokki’ar, ástæðurnar. Sumir kvax-ta yfir því, að þú hafir sent þá inn í þennan heim veika og vanskapaða, þegar aðrir eru færir og fráir og fullir af hreysti. þótt þeir eigi það ekkert frekar skilið. Aðrir, og það mjög heið- arlegir menn, sem ég þekki fleiri en einn, kvarta yfir því, að þú látir þá alltaf vera auma og fá- tæka, þegar nágrannar þeii’ra, slæpingjar, hjartaleysingjar, ó- þokkar. — Nei, þú verður ekki skírnarvottur drengsins míns. Vertu' sæll. Og áfram hélt hann, sá góði maður, og tautaði sér. Nokkru . síðar mætti hann gömlum manni með sítt hvítt skegg. — Hvert ert þú að fara, mað- ur sæll? spurði öldungurinn. — Ég er að leita að skírnar- votti handa nýfæddum syni mín- um. — Ég skal vera skírnarvottur fyrir þig, ef þú vilt; segðu bara til. — Já, en fyrst verð ég að segja þér, að skírnarvottur drengsins míns verður að vera réttlátur maður. — Réttlátur maður? Já, ég hefði nú haldið, að ég væri það. — Hver ertu þá? — Sankti Pétur. — Dyravöi’ður Paradísar, þessi með lyklana? — Sá er maðurinn.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.