Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 16

Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 16
12 D V Ö L 4. nóv. 1034 ykkar, þá vil ég votta ykkur þakklæti mitt með því að segja ykkur leyndarmál, sem getur orðið ykkur að féþúfu. Þú skalt þegar í stað gerast læknir, kunn- ingi, og nú ætla ég að segja þér, hvernig þú átt að fara að: Þegar þú ert kallaður til sjúklings og sérð mig standa við höfðalagið, þá geturðu fullyrt að þú skulir lækna hann, og skaltu gefa hon- um inn meðul, en einu gildir hver þau eru; það má vera blávatn, ef þér sýnist, því að sjúklingnum batnar alltaf. En sjáir þú mig aftur á móti standa með Ijá minn við fótagaflinn, þá stoða engar aðgerðir, því að sjúklingurinn hlýtur að deyja, hvað sem reynt er honum til bjargar. Þannig varð nú maðu’rinn læknir, og fór í öllu að ráðum Dauðans, kunningja síns. Jafnan gat hann sagt það fyrir með vissu, hvort sjúklingurinn hlyti bata eða bana. Þar sem þessi for- spá hans brást aldrei og hann varði litlu fé tii lyfja, því að venjulega gaf hann sjúklingum sínum ekkert annað en vatn, hvað sem að þeim gekk, þá varð hann mjög eftirsóttur og grædd- ist of fjár á skömmum tíma. Hvenær sem Dauðinn átti leið þar um héraðið á ferðum sínum, kom hann alltaí við til að sjá guðson sinn og spjalla við föður hans. Barnið óx og stækkaði og tók svo miklum framförum, að undr- un sætti, en læknirinn varð hins vegar ellilegri og hrcrlegri með hverjum degi. Dag nokkurn sagði Dauðinn við hann: — Ég lít alltaf inn til þín, þeg- ar ég er á ferð hér, en þú hefir enn aldrei komið til mín. Þú ætt- ir nú, að koraa með mér, svo að ég geti launað þér viðtökurnar hérna og sýnt þér húsið mitt. — Ætíi ég þykist ekki koma þangað nógu snemma, svaraði læknirínn, — því að ég veit, að þeir, sem einu sinni eru komnir til þín, eiga ekki heimförina frjálsa. — Vertu rólegur þess vegna, því að ég legg ekki hald á þig fyrr en þín stund er komin; þú veizt, að ég er með afbrigðum réttlátur. Læknirinn bjóst þá til ferðar með kunningja sínum til þess að heimsækja hann. Þeir gengu lengi, lengi yfir fjöll og dali, sléttur og skóga, ár og læki, og fóru um sveitir, sem læknirinn hafði aldrei heyi’t talað um. Loks nam Dauðinn staðár hjá gömlum kastala, sem var girtur háum múrum og stóð í dimmum skógi, og sagði við förunaut sinn, að þeir væru komir á leiðarenda. Þeir gengu inn. Húsráðandi bauð fyrst gesti sínum hinar á- gætustu veitingar, og leiddi hann síðan inn í afar mikinn sal, þar sem loguðu margar milljónir kerta af öllum stærðum og mis-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.