Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 2

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 2
2 D V Ö L ~ Kýmnisögur. Það var orðið æði framorðið, þegar þeir komust af stað, prest- urinn og Gunnar gamli ökumaður. Gunnar þurfti alltaf að fá sér fleiri og fleiri sltaup og burtförin drógst og drógst. Nú var komið miðnætti og myrkt sem í gröf. Vagninn hristist og skoppaði á ó- sléttum veginum, svo að prestur- inn varð að halda sér með báðum höndum. Þegar þeir komu út á mýrarnar ætlaði allt um koll að keyra. Myrkrið var eins og þéttur mjúkur veggur ogleiðin vart vagn- fær. Prestinum leizt ekki á blik- una og hann klappaði á bakið á Gunnari um leið og hann mælti: — Gunnar, Gunnar, þér eruð þó viss um að rata. Gunnar snéri höfði eins og háls- lírtið leyfði, og mælti ákveðinn: — Ég treysti augunum. Presturinn hallaði sér aftur á bak. Þeirhéldu áfram. Eftir nokkra stund fannst presti, að hann þyrfti að leita sér hughreystingar og mælti: — Gunnar, við erum þó vænti á réttri leið? — Ég treysti á kvikindin, sagði Gunnar. Svo var ferðinni haldið afram enn um stund. Brátt tók vagninn að velta og hoppa eins og hrafn, og skvamphljóð heyrðist frá hest- unum. Presturinn varð órólegri. — Gunnar, við erum þó líklega enn á réttri leið? 9. des. 1934 — Ég treysti Guði, svaraði Gunnar. — Bíddu heldur augnablik, mælti prestur, ég held að það sé þá bezt, að ég fari út hérna. Kcnnarinn: Getur þú sagt -mér hver er merkasta uppgötvun 20. aldarinn- ar; Pétur? Pétur: Súklculaðisjálfsalinn. Stigamaður: Hafið þér nolckurn tíma séð‘ morðíngja? Vegfarandi: Nei. Stigamaöur: Komið þér þá með pen- ingana yðar, svo þér losnið við að sjá hann. — Þú heldur líklega sultarkúrinn sem læknirinn hefir fyrirskipað þér? — Nei, heldur þú að ég fari að drepa mig úr hungri, til að lifa noklu- um árum lengur. — Þennan liring hafið þér fengið frá fallegri og elskulegri konu, sem yður þykir mikið til koma, segir spá- kerlingin. — Hvaða endaleysa er þetta, gríp- ur maðurinn fram í, konan mín gaf mér hann. Tvær stúlkur úr Reykjavík komu að Gullfossi í fyrsta sinni. Verður þá annari að orði í hrifningu: Er hann eklci agalega mikið sætur. — Jú, hann er voða pen, sagði hin. Ritstjóri: Danícl Jónsson. PrentsmuBjan Acta.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.