Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 7

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 7
9. dcð. 1934 D V Ö L T án þess hann hefði vitað af því. En nú gerði ekkert til þó hann vissi af því, eftir að hafa eignast þennan nýja vin, nú fann hann^ að það gat ekki komið fyrir aft- ur. Oftast nær skildi hann Víga eftir heima, honum fannst hann hafa þar góðan vörð yflr satneig- inlegum fjármunum þeirra. Ein- stöku sinnum tók hann þó Víga með sér út og hafði haitn þá í vasanum. Og ef þeir voru einir saman, eða svart hríðarveður, eða dimm þoka var í bænum, gelti Vigi félagslega og vingjarnlega. — Vov, vov — —! Sæfinnur brosti í kampinn og og lofaði honum að leika sér. Ilann hafði gott af því að æfa dálitið röddina. Ilcima í náðhús- unum urðu þeir að hafa hljótt um sig, til þess að vekja ekki á sér giu». Sæfinnur með sextán skó hafði lifað svo kyrlátu og friðsömu lifi, að í heil tuttugu ár hafði enginn veitt því athygli hvar hann bjó. Ilann hélt afram að bera vatn og mó í húsin, fékk sumstaðar kaffi, annarsstaðar matarbita, tók á móti, við ýms hátíðleg tækifæri, nokkr- um ljúffengum bitum með ástúð- legu brosi og stakk þeim inn á sig, þó hvorki væri sá fengur til margs eða mikils. En hvern eyri, sem hann innvann sér lagði hann til hliðar í lirúguna sína. Fólk hafði gaman af að sjá hann ganga á brauðbökkunum sinum og götudrengirnir hrópuðu nafnið hans á eftir honum, þegar þeir höfðu ekki þýðingarmeiri störfum að gegna, eða sungu fullum hálsi vísuhelminginn, sem þeir höfu bú- ið til um hann. En Sæfinnur lét þetta ekkert á sig fá. Að fólk hafði ekki meiri greind til að bera, en svo, að hafa gaman af að erta friðsaman og heiðarlegan mann og ekki látið hann fara óáreittan ferða sinna, var verst fyrir það sjálft. Af, skynsemi gæddum verum, sem hægt varað treysta, þekkti Sæfinnur eiginlega engan, nema sig og Víga. Og fyrst það var nú útilokað að hann yrði nokkurntíma sviftur Viga, þes.8um eina vini sem hann átti, þá þóttist hann fullkomlega öruggur. En liamingjan er fallvölt. Og bar það við einn góðan veð- urdag, að heilbrigðisnefndin komst að því að í náðhúsunum við Glas- gow bjó maður — já, hafði meira að segja búið þar í tuttugu ár. Svo það var sannarlega kominn tími til þess að taka í taumana. Sæfinnur fékk skipun um að flytja sig í burtu. En orð eru að- eins orð og þau lét hann sem vind um eyrun þjóta. Fólk sagði yfirleitt svo margt, raupaði um alla heima og geima. Sæfinnur ráðgaðist um þetta við Víga og þeir komu sér saman um að lofa þeim bara að rausa og gjamma. En Sæfinnur var aðeins einn á móti mörgum, eða réttara sagt,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.