Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 8

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 8
D V Sæfinnur og Vigi voru aðeins tveir á raóti mörgum og útlitið alls ekki gott. Lögreglan heimsótti hann með tvo menn með sér, vopnuð hjólbörum og krafðist þess að Sæ- finnur opnaði lásinn, ella sprengdi hún dyrnar upp. Sæfinnur — sem fyrir himins- ins miskunnsömu ráðstöfun hafði Víga f vasanum þenna dag — viðurkenndi sig sigraðan og opn- aði lásipn, en stakk honum jafn- skjótt í vasa sinn. Síðan stóð hann hógvær og horfði á lögregluna meðan hún var að rífa í sundur fletið hans, horfði á hana tína hvern peninginn fram eftir annan, hlaða öllum hinum eignunum á bðrurnar og aka þeim niður í fjöru og kaBta gersemunum hans í sjóinn. — Hvers vegna rænið þið míg eignum minum? spurði hann hrein- 8kilnislega, en yrti að öðru leyti ekki á þá. — Fyrir peningunum gerum við auðvitað full skil, fullyrti lögreglu- þjónninn. — Þeir skulu allir verða reiknaðir þér til eignar, hver ein- asti eyrir, nirfillinn þinn. Ekki erum við þjófar. Lögregluþjónninn leit í kring- um sig til þess að fá samþykki áhorfendanna, og þessi hópur forvitinna bæjarbúa og götudrengja sem safnazt hafði til að horfa á aðfarirnar, hló og æpti. Annars hagaði þessi samkunda sér eins og fólk er vant að gera við slík tsekifæri; rak upp óp og óhljóð ö L 9. des. 1934 og reif og henti öllu, sem hönd á festi. Sæflnnur' veitti því ekki hina minnstu athygli, heyrði ekki einu sinni hinar léttúðugu athuga- semdir þess. Þegar Sæfinnur sá, að eyði- leggingin varð ekki umílúin, þá tók liann að hjálpa lögreglunni og tína saman peningana. Tókst hon- um með því að stinga ýmislcgu undan og fela í vösum sínum. Þar á meðal var silkiseglið hans. Eu þegar hann sá eignum sínum, hveijum hjólbörufarminum eftir annan, ekið í sjóinn, þá tók liann það svo nærrí sér, að hann and varpaði og sagði: — Skárra er það nú hervirkið sem þið gerið, bræður. I lirúgunni hans Sæfinns fund- ust um 300 krónur í gulli og silfri. Þar að auki fundust nokkrar spes- íur, ríkisdalir, ríkisort, rnörk og skildingar — peningar, sem voru úr gildi gengnir fyrir fimmtán árum. Sveitarstjórnin ákvað að hafa sjálf umráð yfir eigum hans. Sæfinn tók þetta svo sárt, að hann gafst upp við að vinna. Til livers átti hann að vera að vinna, úr því svona var komið? Og svo var honum komið íyrir á gamal- mennaliæli. Ekki lét Sæfinnur mcira á sér bera eða varð skraflireifnari eftir að þessi breyting var á orðin. Áður höfðu menn varla gengið milli húsa án þess að mæta Sæ finni á brauðbökkunum sínum, með mópoka á bakinu eða vatns-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.