Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 10

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 10
D V Ö L 9. des. 193-1 líl Brot úr æfiminningum Sögukafli eftir A. Engström. Á einu dægri fullgerði eg eitt sinn 50 smáteikningar, fór síðan til Stokkhólms og seldi þær allar fyrir 75 krónur. Nú fannst mér eg vera sæmilega efnum búinn. Það var venja okkar, Verbúanna, þeg- ar einhver sambýlismaðurinn fór til borgarinnar, að hann keypti eitthvað til gagns og gleði handa þeim, sem heima sátu. Þegar eg gekk fram hjá Cirkushöllinni með vasana úttroðna af seðlum, sá eg, að í glugganum stóð hálslöng sýn- ingarflaska, sem innihélt sína 25 lítra af Lindgrens púnsi. Eg snar- aðist inn í búðina og falaði flösk- una, en vegna þess að flaskan stóð þarna sem auglýsing, en var ekki til sölu, lenti allt í vafningum. En til allrar hamingju fyrir mig kom einn af yfirmönnum fyrirtækisins aðvífandi, og þegar málið hafði verið útskýrt fyrir honum, var hann svo elskulegur að selja mér gersemina. Hann skildi strax, hví- líka himnagleði svona risavaxin flaska mundi vekja hjá íbúum F.ystri-Lagneyjar. Umhúðir, flösku og innihald fékk eg fyrir einar 25 krónur. Svo stór var flaskan, að þrátt fyrir sífelldan gestagang, vorum við marga daga að tæma hálsinn. Já, það var sannkölluð æfintýra- fláska. Nú bar svo við, að nokkrir blaða- menn komu til að skoða nýlenduna okkar í eyjabyggðinni. Þetta voru dökkklæddir og alvarlegir sóma- menn. Auðvitað buðum við þeim mat og kaffi með púnsi, og svo drógst að þeir færu þangað til svo áliðið var orðið, að þeir ákváðu að gista og fara með morgunferðinni til Stokkhólms. Nóttina ætluðu þeir að nota til að sjá sólaruppkomuna, og í því augnamiði að njóta henn- ar sem bezt, gerígu þeir yfir tanga, sem skagaði út frá eynni, þar sem þeir höfðu betra útsýni. Alf Bach- mann og eg sátum heima. Þetta var á laugardagskvöldi, og úr næsta þorpi heyrðust harmon- ikutónar. Venjulega var skolli fjörugt á dansleikjunum þarna á eynni og hörkuáflog voru ekki sjaldgæf, því að stundum komu piltar af næstu eyjum og fóru að gefa stúlkunum hýrt auga. Slíkum gestum var stundum refsað ómjúk- lega, því að brennivínið var bæði sterkt og ódýrt. Nú datt Bachmann í hug, að við skyldum gera okkar hátíðlegu gestum dálítinn grikk og útbúa allt, eins og hræðilegt drykkjusvall og áflog hefði átt sér stað meðan þeir voru að glápa á sólina. Við tókum strax til óspilltra málanna. Við helltum púnsinu úr flöskunni

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.