Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 11

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 11
D V Ö L 11 & des.:1934 í kyrnu, sem við földum í eldhús- inu. Síðan lögðum við flöskuna á hliðina á borðið úti í garðinum, þar sem við höfðum drukkið kaffið, settum svo stól undir stútinn og helltum dálitlum dreitli af púnsi í stólsetuna og á borðið. Við brutum nokkra gamla bolla og stráðum brotunum um allt, og limuðum sundur gamlan stól. Vöggustólnum hentum við upp í tré. Að lokum tókum við girðingarstaura og ým- iskonar flíkur og koraum því svó fyrir, að sem allra greinilegast yrði, að hér hefði staðið ægilegur bardagi. Síðan földum við okkur bak við eitt útihúsið. Við fengum hjartslátt af á- nægju, þegar við sáum hina ó- sviknu skelfingu félaga okkar og gesta. Þeir skoðuðu fyrst, ótta- slegnir, viðurstyggð eyðilegging- arinnar og börmuðu sér yfir púns- inu góða, sem nú vökvaði jörðina, í stað þess að veita gleði og yl. Að lokum fóru þeir að ræða um örlög okkar í áhyggjutón. Auðvitað hafði einhver óaldarlýður af öðrum eyj- um ráðizt á okkur — en hvar vor- um við nú niður komnir? Þeir hrópuðu á okkur, milli þess sem þeir reyndu að gera sér grein fyr- ir viðburðunum og örlögum okkar. Allt í einu datt þeim nokkuð skelfilegt í hug. Við höfðum þó ekki drukkið okkur svo svínfulla, að við hefðum lent í áflogum. En á móti því mælti, að hversu vitlausir, sem við hefðum orðið, hefðum við þó sennilega gætt þess, að hella ekki púnsinu niður. Nei — hér hafði staðið bardagi við ókunna eyjar- skeggja, sem ef til vill voru nú að elta okkur úti um mörkina, eða höfðu blátt áfram slegið okkur í rot. — Hér var ekkert hægt að gera, og báturinn var á förum. Með alvöru- svip og djúpar hrukkur i enninu kvöddu gestir okkar. Þeir höfðu ekki búizt við, að þessi skemmtilega heimsókn mundi enda svo sorglega. Nú gátum við ekki setið á okkur lengur, og komum fram úr fylgsni okkar með fáránlegum tilburðum. Við vorum reikulir í spori, hlógum bjálfalega og reyndum á lítt skilj- anlegri mállýzku að sannfæra gesti okkar um, að þeir mættu til með að standa dálítið lengur við, og borða morgunverð með nógu púnsi. — Púnsið búið? — Gerir ekkert. — Kaupum púns í áætlunarbátnura, öl og munkavín og ennþá meira púns. — Hneykslaðir yfir ástandi okkar og strembnir á svip fóru gestirnir að hafa sig burt. Þeir hneigðu sig í kveðjuskyni og tíndust aftur á bak út um garðshliðið án þess að brosi brigði fyrir á döprum and- litum þeirra. Nú fannst mér nóg komið. — Svona, Alf, nú hættum við þessum skrípalátum. Við urðum nú ófullir í skyndi og fórum að telja gestunum trú um, að við hefðum aldrei fullir verið. Þeir trúðu okkur ekki. Við eltum þá niður á bryggju, ekkert dugði.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.