Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 12

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 0, des. 1934 Islenzkar sagnir o£ kveðlingar: Frá Stefáni prófasti Þorieifssyni (Eftir handriti Gísla Konráðssonar). Þeir voru synir Þorleifs prófasts Skaftasonar Jón og Stefán, Ari og Magnús. Fékk Jón Múla eftir föð- ur sinn, var prestur og settur vel. Ari var og prestur og seinast að Tjörn í Svarfaðardal. Magnús varð bóndi. — Það er frá Stefáni að segja, að hann var fóstraður með bónda þeim, er Stefán hét og bjó að Nautabúi í Skagafirði. Var hann snemma bráðþroska, svo að þá er hann kom fyrst í Hólaskóla, 16 • vetra, feildi hann alla skólasveina í glímu. Fengu þeir þá mann til að reyna við Stefán, er önundur hét, kallaður glímu-Önundur; var kall- að, að hann kynni glímugaldur. Færðu nú skólasveinar hann í skólapiltabúnað og kölluðu, að við þann pilt skyldi Stefán reyna sein- ast af þeim. Tókst fang með þeim, og felldi önundur hann tvisvar. í Líklega halda þeir enn þann dag i dag að við liöfum átt í áfloguin, blindfullir, alla liðlanga nóttina. — Sömuleiðis halda þeir víst, að við höfum drukkið þessa 15 lítra, sem eftir voru á flöskunni, því að auð- vitað þýddi það ekki neitt, þó að við segðum þeim, að púnsið væri vel geymt inni í eldhúsi. Allar hinar fögru hugmyndir þeirra um sælu eyjalífsins höfðu þriðja sinn manaði Stefán hann til að glíma við sig, en önundur vildi ei til verða, og skildi þar með þeim. Stefán var aíl-lingerður í æsku og grét nálega af öllu, er honum var eigi að skapi; þótti og bræðr- um hans lítið til hans koma, er hann var eigi fóstraður heima með þeim, kölluðu hann karlsson og ertu hann á mörgu öðru. Stefán unni mjög fóstra sínum, og er þeir skildu, grét hann og bar sig lítt. Felldi þá og fóstri hans tár, signdi Stefán, er þá var siður til, og bað honum allra heilla. Var þá viðstaddur einn bræðra hans og kvað vísu þessa: Stebbi signdi Stebba sinn, Stebbar báru grátna kinn, gamli Stebbi grét og hinn, gikkaraleg var aðferðin. Ekki andæpti Stefán stöku þeirri kollvarpast. Eg get ekki sagt, hversu þakklátir við vorum fyrir að þeir slepptu því að skrifa um eyjaförina. Það hefði fráleitt orðið skemmtilegt aflestrar fyrir okkur, Verbúana. Hún: Þegar ég sczt við hljóðfærið verð ég alltaf svo einkennilega sorg- mædd. Hann: Sömuleiðis ég, elskan mín.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.