Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 2

Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 2
2 D V Ö L Kýmnisögur. Sjúklingurinn: — Fyrir hálfura mánuði létuð þér mig hafa plástur til að losa mig við giktina. Læknirinn: — Já. Sjúklingurinn: — Nú ætla ég að biðja yður blessaðan að láta mig hafa eitthvað til að losa mig við plásturinn. F j ö 1 s k y 1 d a n er sezt að borðhaldi, ásamt einum viðskipta vini, sem liúsbóndinn hefir boðið til miðdagsverðar. Einmitt þegar á að fara að neyta hins góða mat- ar, upphefir sonur húsbóndans, fimm ára gamall snáði, rödd sína og segir: — Heyrðu mamma. Það er nautasteik á borðum í dag. — Já, hvað er með það.” — Nú, pabbi sagði í morgun, að hann ætlaði að koma með þorsk til miðdegisverðar, svaraði strákur, öllum til óblandinnar skelfingar. A n n a: Hvað gerir þú, þegar þú sérð verulega fallega stúlku? Ebba: Ég horfi á hana góða stund og — legg svo frá mér spegilinn. Lækn.: Tilfelli yðar mun auðga læknavísindin mjög mikið. Sjúklingurinn: — Drottinn minn dýri! Ég hélt ?áð-ég þyrTti ekki að borga meira eu svona 10 — 15 krónur. 16. des. 1034 Tveir fjandmenn mættust. Annar sagði: — Ég vík ekki,til hliðar.fyrir aulabárði. — Það geri ég alltaf, sagði hinii og vék til liliðar. — nvað eltu gamall, anginn minn? — Sex ára, bráðum sjö. — Og hvað áttu, m’örg systkini? .....— Niu, bráðum tiu. Fyrirtækið hafði gamlan karl fyrir sendil, sem þólti æði gott í staupinu. Einu sinni sagði skrif- stofustjórinn við hann: — Ef þér hættuð að drekka, Ilans, mynduð þér bráðum verða bókari hjá okkur, — Uss, þegar ég er fullur finnst mér ég vera forstjóri, svaraði Ilans. Við enska kirkju hafði verið smíðað nýtt sáluhlið úr járni og uppi yfir því stóð með gullnum stöf- um: Vegurinu til himnaríkis. Vegna þess að hliðið var nýmálað hafði verið hengt á það spjald, með svo- hljóðandi áletrun: Menn eru beðnir að gjöra svo vel að nota liitt hliðið. J ó n : — ag fæddist sama ár og Björnstjerne Björnson dó. Árni: — Sjaldan er ein báran stök. PrentsmiBjan Acta. Ritstjóri: Daniel Jónsjon.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.