Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 3

Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 3
D V 6 L 3 Í&dC3/lÓ34 iHj artsláttur Edgar Allan Poe. Þér hafið rétt fyrir yður. Ég er taugaveiklaður, hræðilega taugaveiklaður, og hefi alltaf verið. En að ég sé brjálaður er ekki rétt. Sjúkdómurinn hefir skerpt öll mín skilningarvit, sér- staklega heyrnina. Ég heyri allt á himni og jörðu, og talsvert frá Helvíti. Takið þér nú eftir hvað ég segi þessa sögu rólega og segið þér mér svo hvort þér hald- ið, að ég sé brjálaður. Mér er ómögulegt að skýra hvernig hugmyndin varð til í heila mínum, en eftir að hún varð fullsköpuð hvarf hún ekki úr huga mér dag né nótt. Hún var engin ástríða og eiginlega meinti ég ekkert með þessu. Mér var vel við gamla manninn. Hann hafði aldrei móðgað mig og aldrei gert mér neitt illt, og ekki ágirntist ég gull hans. Ég er hræddur um að það hafi verið augað. Annað augað í hon- um var eins og gammsauga svar- blátt og Ijósrautt með andstyggi- legum glampa á himnunni. Hvert sinn, er þetta auga leit á mig fraus blóðið í æðum mínum, og smám saman datt mér í hug að ^repa karlinn, til að losna við betta óþoiandi auga. Nú haldið þér að ég sé brjá)- aður, en vitfirringar haga sér alltaf eins og heimskingjar. Þér hefðuð átt að sjá mig. Hvað jeg var gætinn við verkið, útsjónar- samur, ráðkænn og falskur. Ég hefi aldrei verið elskulegri við gamla manninn heldur en vikuna áður en ég drap hann. En á hverri nóttu, um tólfleytið, læddist é^ að hurðinni hans og opnaði hana ofurhægt. Svo rak ég höfuðið inn úr gættinni og lét skriðljósið, sem ég hafði allt- af vandlega lokað, rétt inn fyrir hurðina. Þér hefðuð hlegið, ef þér hefðuð séð hvað ég fór var- lega, til að vekja ekki gamla manninn. Ég var stundum heilan klukkutíma að opna hurðina svo mikið, að ég gæti rekið hausinn inn. Þegar ég var kominn svo langt opnaði ég skriðljósið með gætni, svo að ekkert marr heyrð- ist og lét svolítinn geisla skína á gammsaugað. Þetta gerði ég í sjö nætur, alltaf á miðnætti, en augað var alltaf lokað, og mér var ómögulegt að fremja ódæð- ið, því að mér var ekki illa við gamla manninn, heldur bara þetta viðbjóðslega auga. Á hverj- um morgni fór ég svo mh tíl

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.