Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 4

Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 4
i D V 16. des. 1834 hans, nefndi hann með nafni, spurði hvernig hann hefði sofið og skrafaði við hann í mesta bróðerni. Það hefði svei mér mátt vera skynugur náungi, sem hefði grunað, að á hverri nóttu kæmi ég til hans og stæði yfir honum í vígahug. Áttundu nóttina opnaði ég dyrnar gætilegar en nokkru sinni áður. — Klukkuvísirinn hreyí'ðist hraðar en hendin á mér þá. Aldrei hefi ég verið eins kænn né skilningarvit mín svo skörp. Ég gat varla varist sigur- hrósi. Að hugsa sér að ég skyldi opna dyrnar smám saman, án þess að hann hefði m'nnstu hug- mynd um, það fékk hláturinn til að sjóða niðri í mér. Ef til vill heyrði hann það, því að hann bylti sér í rúminu eins og hann rumskaði. En haldið þér kann- ske, að ég hafi snúið til baka. Nei, hann gat ekki séð að hurð- in opnaðist, því að það var kol- svarta myrkur í herberginu. — Karlinn hafði alltaf hlera fyrir gluggunum, vegna þess, að hann var með afbrigðum þjófhræddur. Ég var búinn að stinga hausn- inn um gættina, en þegar ég ætlaði að kveikja á skriðljósinu marraði í því, og gamli maður- inn reis upp í rúmi sínu og kall- aði. Hver er þarna? Ég stóð grafkyr og mælti ekki „Drð .frá vörum. 1 heilan klukku- tíma hreyfði ég hvorki legg né Ö L lið, en aldrei heyrði ég karlinn leggjast niður. Hann sat og hlustaði eins og ég hefi gert nótt eftir nótt, þegar dauðsmanns- klukkurnar tifuðu milli þils og veggjar. Allt í einu heyrði ég skelfing- arstunu. Það var ekki sorgar- eða kvalastuna, heldur þetta djúpa, hálfkæfða hljóð, sem stígur upp úr djúpum sálarinnar. Þegar ótt- inn yfirbugar hana. Ég þekkti þetta hljóð. Óteljandi eru þær nætur, sem það hefir stigið upp frá brjósti mínu, og með berg- máli sínu margfaldað kvalir mín- ar. Ég þekkti vel þjáningar gamla mannsins og ég aumkvaði hann, en samt hlakkaði í mér. Ég vissi að hann hafði vakað frá því hann rumskaði, og ótti hans hafði farið sívaxandi. Hann hafði reynt að telja sér trú um að þetta væri ástæðulaus hræðsla, en ekki getað það. Skuggi dauð- ans hafði umvafið hann — hann fann áhrif hans og óljóst vissi hann að höfuð mitt var í gætt- inni. Þégar ég hafði beðið þess með þolinmæði langa stund, að karl- inn legðist út af, ákvað ég að opna skriðljósið. Þér getið ekki trúað hvað ég var varfærinn. Ég opnaði svolitla smugu og örlítill geisli skein á — gammsaugað. Það var opið, galopið. Ég várð alveg æðisgenginn. Af andliti gamla mannsins sást ekkért

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.