Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 15

Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 15
16. 'des: 1934 D V Ö li 15 ur þar jafnan eld í pípu sína, því að hann reykti tóbak. Um stein- inn kvað hann: Hér hef ég slegið eldinn einn, oft þó væri hann kaldur, þessi gamli Stefáns-steinn stendur heims um aldur. Eitt sinn reið prófastur austur yfir Hólaheiði. Steinn sá er nálægt veginum, er Hnotasteinn er kallað- ur. En er þeir komu austur á heið- ina og sáu steininn, mælti föru- nautur prófasts: Hillir undir Hnotastein hátt austur á melnum. Prófastur bætti við: Fallegt er það foldarbein, sem fast er niður á stélnum. Maður sá var á vist með próf- asti, er Pétur hét og var Jakobs- son. Hann var skáldmæltur. Eitt sinn kvað prófastur vísu þessa, svo að Pétur var viðstaddur: Loksins þá mitt lífið valt lyktar einu sinni, því er verr, að ei fer allt illt úr veröldinni. Pétur Jakobsson kvað þegar aðra stöku: Tvíllaust megið þér trúa mér til þess er ég segi, allt í burtu ekki fer illt, þó Pétur deyi. Um sjálfan sig kvað Stefán próf- astur eitt sinn vísu bessa: Kýmnisögur Rakarinn: — Gerið svo vel að fá yður sæti. Gott veður í dag. Hvers óskar þerrann? Hvað segið þér um ráðstefnuna í London? Iivernig viijið þér að ég klippi yður? Gesturinn: — Þegjandi. A: — Þú kvartar, en trúðu mér það cru til hlutir, sem eru betri en peningar. B: — Já, en það þarf peninga til að veita sér þá. F r ú i n : — Guð minn almáttugur, hann Óli litli hefir drukkið allt blekið. Ilvað á ég að gera? Maðurinn: (viðutan) skrifaðu með blýant, góða mín. — Ætli það sé satt, að laxar séu afar bráðþroska. —Já, faðir minn veiddi einu sinni lax, sem þyngdist alltaf um 1 kg. þegar liann sagði frá honum. Gráskeggjaður gamall haus, af görpum illa ræmdur, útlifaður, ærulaus, en ekki að fullu dæmdur. Stefán prófastur flutti síðast frá Presthólum að Brekku og andaðist þar. Lá hann í kör síðustu árin. Guðný ekkja hans giftist síðan Einari presti á Stað í Köldukinn. y

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.