Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 16

Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 16
le D V Ö L 16. dos. 1934 Mynd þessi er af torginu við British Museum í London. M e ð m æ 1 i Stúdentinn: Ég þaif að fáleigð- an hjá yður kjól til þess að vera í á embættisprófinu. Fornsalinn: Þá get ég mælt með þessum hérna. í lionum hafa marg- ir helstu embættismenn okkar lok- ið prófi með ágætiseinkunn. — Mamma gefur mér alltaf bók í afmælisgjöf. — Þú lilýtur að eiga dágott bókasafn nú orðið. Ungfrúin (ástleitin): Segið mér skipstjóri, hversvegna kvenkenn- ið þið sjómennirnir alltaf skipin ykkar? Er það af því hvað þau liða mjúklega á sænum? Skipstjórinn: Nei, það er af því hvað þau eru dýr í rekstri. — Dóttir mín er gefin fyrir list. — Já, mín nennir heldur ekkert að gera. Pési: En hvað vesalings dýrið hefir mátt líða, til þess að þú gæt- ir fengið þetta fallega skinn. Mamman: Skammastu þín ekki strákur að tala svona um hann pabba þinn? — Að loknum söngleiknum í gær, flykktust allir um afa söng- konunnar til þess að óska honum til hamingju. — Ilversvegna afanura. — Jú, hann er heyrnardaufur gamli maðurinn.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.