Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 5
27. jan. 1935 D V Ö L 5 efri vörina, beint niður undan nefinu. Sama daginn vorum við á rjátli úti í borginni, og ég sá að kristnu kunningjarnir, Jantek, Wojtsek og Josek, höfðu líka rák í efri vörina, alveg eins og við. — Josek, áræddi ég að spyrja, hefir þú líka sál? — Það kemur þér ekkert við, var svarið, sem ég fékk. Auk þessa rétttrúaða læri- meistara hafði ég kennara, sem kenndi mér að skrifa. Sá orðrómur gekk í borginni, að hann væri villutrúarmaður, og mamma bað hann að kenna mér engar vantrúarbækur eða villu- kenningar, heldur aðeins að skrifa bréf rétt og fallega. Ekki v.eit ég, hvort hann gerði þetta fyrir hana. Þegar ég sagði honum söguna um rákina í efri vörina, varð hann fyrst reiður, en svo hló hann. — Vitlausir hafa þeir verið, sem sögðu þér þetta. Hann sefaðist, settist niður, þui'rkaði gleraugun sín, klappaði á kollinn á mér og sagði: — Þú skalt ekki trúa svona heimskulegum sögum, barnið mitt. Iíefirðu athugað kristnu kunningjana þína? Hvað heita þeir? Ég taldi upp nöfnin. — Jæja, sagði hann, og hafa þeir ekki sams konar augu og þú? Eða hendur og fætur? Hlæja þeir ekki eins og þú? Og þegar þeir gráta, eru þá tárin þeirra öðru- vísi en þín? Og hvers vegna skyldu þeir þá ekki hafa eins sál og þú? Allir menn ,eru jafnir. Öll börn eru jöfn, einn guð er faðir þeirra og ein jörð er land þeirra. Satt er það, að ein þjóð hatar nú aðra. Sérhver þjóð hugsar, að hún sé kóróna albra annara þjóða, að guð hugsi aðeins um hana eina, en við vonum, að betri tímar komi, þegar allir menn þekkja einn guð og hafa ein lög, þegar orð hinna heilögu spámanna ræt- ast: öllum styrjöldum léttir, öf- und og hatur hverfur, allir þjóna einum skapara -heimsins eins og skinfað stendur: Og þekingin mun koma frá Síon og orð drottins frá Jerúsalem!“ Þessi orð kannaðist ég vel við úr bænunum mínum. Kennarinn sagði margt fl.eira, en ég skildi fátt af því. Ég gat ekki trúað, að strákarnir, sem ekki voru Gyðingar, hefðu líka skynsemi og sál, eða að allir menn væru jafnir, en hitt vissi ég, að kennarinn minn var villutrúarmaður, sem ekki trúði á guð og Messías. Ein var sá hlutur, sem eg tók eftir og lagði mér á hjarta: Á dög- um Messíasar koma allar þjóðir til að læra af okkur, og mér virtust þeir dagar vera nærri. Öll tákn bentu til þess samkvæmt vissum kapítulum í spádómsbók Daníels.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.