Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 7

Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 7
27. jan. 1935 D V ö L 7 sem hann elskar, til þess að það vaxi í skilningi og góðum siðum. En ekki eru heldur allar sálir jafnar hjá okkur Gyðingum: Sum- ar eru ógöfugar og litlar, eins og til dæmis að taka sálin í Zorak Klíp. Kennarinn þinn, villutrúar- maðurinn, hefir sál frá djöflinum. Svo eru til stórar sálir og skírar eins og hvítt mjöl. Ég gat lítið skilið í þessu um stærð sálnanna, en ég ímyndaði mér, að munurinn á þeim væri eins og á rúgmjöli og hveitimjöli og mjöli, sem haft er í sabbatskökur. — En aðalatriðið, sagði rabbí Jósef, eru þrengingarnar og þján- ingarnar. Ekki svo mikið sem ein sál týnist; allar verða þær að koma aftur á það stig, sem þær voru á, þegar þær voru sendar í heiminn, og þær fá ekki aðra hreinsun en þjáningarnar og þrengingarnar; skaparinn sendir oss þjáningarnar til þess að minna oss á, að vér er- um ekki annað en hold og blóð, brotinn leir, ekki neitt, og þegar hann lítur á oss, föllum vér sund- ur í duft eins og sandur jarðar- innar. En einnig í öðrum heimi eru sálirnar hreinsaðar. Og hann sagði mér, hvernig far- ið er með vesalings sálirnar í Ge- henna. Yfir hátíðirnar hafði ég næg- an tíma til að hugsa um þetta. Stundum dreymdi mig það á nóttunni, að ég væri kominn í annan heim. Ég sá hvernig engl- arnir réttu fram" hendurnar til þess að grípa sálirnar, sem komu frá jarðheimi. Englarnir skipuðu sálunum niður; þeim hreinu og snjóhvítu var hleypt inn og þær flugu eins og hvítar dúfur beint inn í paradís. Óhreinu salunum var safnað í bunka og síðan steypt í sjóinn,‘og þar stóðu svart- ir englar með svartar hendur og þvoðu þær, og svo voru þær þvældar og soðnar í stórum, svörtum pottum, sem stóðu yfir eldinum í Gehenna. Og þegar óhreinihdin voru und- in úr þeim og þær strauaðar, — þá mátti heyra eymdarvein sáln- anna heimsendanna milli. f óhreina bunkanum sá ég'sál kennara míns,* villutrúarmanns- ins. Hún var þvæld og nudduð, soðin og núin, én hún vafð æ svartari og svartári. Og engill mælti: —• Þetta er sál kennarans, villutrúarmanns- ins! Og annar engill sneri sér að mér og sagði reiðilega : — Ef þú gengur sama veg og þessi kenn- ari, þá verður sál þín svona svört og glatast að lokum. — Nei, nei, ég fer ekki þann veg! æpti ég upp úr svefninum. Mamma vakti mig. — Hvað gengur að þér, gull- ið mitt? spurði hún skelkuð. Þú löðrar allur í svita. „Ég var, mamma, í .öðrum heimi. Um morguninn spurði hún mig

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.