Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 12
12 D V Ö 1, 27. jan. 1935 sig, voru meðal annars til sölu afar ódýrir vstrarsokkar úr aluli. Þetta tækifæri fannst henni ekki rétt að láta ónotað og keypti því 50 pör — af því þeir voru svo sérstaklega ódýrir. Ýmsar ástæður geta legið til þess, að menn gangi mikið úti. Sumir gera það vegna þess, að þeir hafa ekkert þarfara að taka sér fyrir hendur, en svo eru líka aðrir, sem gera það vegna þess, að það er bein skylda þeirra. Einn af þeim var náðug frúin. Og hún vissi það bezt sjálf, að hún var vön að gegna skyldum sínum út í æsar, og þessari skyldunni mundi hún ekki biegðast, frekar en öðrum. Það var áreiðanlegt. En það er dýrt, að ganga mikið úti til að megra sig. Sumir kunna nú reyndar að vera á annari skoð- un. Já, menn munu jafnvej, sumir hverjir, álita, að það væri þá helzt gkóslit, sem kæmi til greina. En þetta er alveg sérstaklega mikill misskilningur. Enda eru það helzt karlmennirnir, sem geta verið svona grunnhyggnir. Nei, þegar dama — það er að segja regluleg dama — fer út að ganga tvisvar og þrisvar á dag, bæði fyrri og síðari hluta dags, þá gefur það að skilja, að hún getur ekki alltaf ver-ið eins klædd. Nei, það er auðvitað af og frá. Það myndi vekja eftirtekt. Og náðug frúin vildi ekki vekja eftirtekt á þann hátt. Og ekki dugar það heldur, þó maður hafi tvenna búninga og sé í öðrum fyrri hluta dagsins og í hinum seinni hlutann. Það væri laglegt, eða hitt þó heldur, að vera alla sjö daga vikunnar ná- kvæmlega eins útlítandi. Nei, slíkt má ekki eiga sér stað. Fólk gæti farið að ímynda sér að maður ætti ekki til skiptanna. Náðug frúin ásetti sér að sýna fólki að liún ætti tfl skiptanna. Þegar svona mikið er í húfi, þá dugar ekki að horfa í hvern eyri og spara allt við sig. Enda væri þá allt unnið fyrir gýg. Þetta var eins og hver annar sjúkdómur, sem þurfti að lækna. Og er það kannske ekki viðurkennt af öllum, að fyrsta skilyrðið til þess að sjúk- lingi batni, sé að hann só ánægður. Og ekki gat hún verið ánægð, nema hún klæddist eins og persónu henn- ar var samboðið. Nei. Hér var ekkert undanfæri. Ef henni átti að takast að ná sínum fyrra vexti, þá varð hún að leggja eitthvað í 8ölurnar. Þess vegna lá næst fyrir að kaupa nýja kjóla og kápur. Það leiddi aftur af sér að hún varð að kaupa nokkur pör af nýjum skóm, og hatta af nýjustu tízku varð hún að hafa. Allt varð að vera í fullu samræmi hvað við annað. Og hver sanngjarn eiginmaður hlaut að fallast á, að þessi skoðun hennar væri rétt, En, því miður, hennar maður var nú ekki alltaf sanngjarn eða skilningsgóður, enda mætti víst

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.