Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 13
27. jan. 1935 D V Ö L 13 leita lengi, til þess að finna karl- mann, er hefði þá kosti báða. Því bar ekki að neita, að allur þessi undirbúningur mundi kosta peninga — mikla peninga. Hvað er það, sem ekki kostar peninga? En svo bar eiunig á það að líta, að þetta mundi hafa ýmiskonar sparnað í för með sér. Hún var nú t. d. strax búin að spara nokkra aura með þvl að láta vega sig fyrir ekki neitt. Og svo þessir ódýru vetrarsokkar, sem hún hafði keypt. Það var engin smáræðis uppliæð, sem hún hafði sparað þar. En þó var aðalsparnaðurinn í því fólginn, að framvegis mundi hún aidrei eyða peningum í bíla eða strætisvagna. Hér eftir færi hún allt gangandi. Já, maður verður að horfa í aur- ana. En karlmennirnir! Þeir mega eyða eins og þeim sýnist, þó þeir telji eftir hvern eyri, sem þeir láta konurnar sínar fá. En þegar nú öllum undirbúningi er lokið hvað fatnaði viðvikur þá kemur spurningin: fívað getur kona af yfirstétt haft sér til skemmt- unar á gönguferðunum, sem hennj er samboðiðý Ekki kemur eiginmaðurinn til greina. Pyrstog fremstmundi hann ekki nenna að vei-a úti með henni á hverjum degi, í öðru lagi mundi hann ekki liafa tíma til þess og í þriðja lagi er lítilskemmtun af karl- mönnum yfirleitt --- nema þá rétt fyrst í stað. Nei, þá var betra að fá sér stóran og fallegan hund. Eða þá lítinn kjölturakka. Já, þarna kora það. Hún þurfti að kaupa kjölturakka. Þeir eru tryggir og fylgispakir. Maður getur teymt þá í bandi eða tekið þá á handlegg sér eftir því sem verkast vill. Maður getur hegnt þeim, þegar þeir haga sér illa, þvegið þeim og yfirleitt stjórn- að þeim eftir geðþótta sínum. Það er meira en hægt er að segja um karlmennina. Er hægt að hugsa sér sælla en að bera svona lítið, trygglynt og fallegt dýr á handlegg sér? Það setur svip á mann á við nýjan hatt eða jafnvel meira. Náðug frúin setti auglýsingu i víðlesið blað um kaup á þessum tilvonandi fylginaut sínum. Hann átti að vera vel upp alinn, göfug. ur að innræti og fást fyrir sæmi- legt verð. Næstu dagana máttu stofur náð- ugrar frúarinnar miklu fremur teljast hundabústaðir en manna, svo mikið barst að af hundunum. En náðug frúin var vandlát. Hér mátti ekkert handahóf eiga sér stað, því liér var um það að ræða að velja fylginaut hennar og vin, og hann mátti, eins og gefur að skilja, ekki vera af verri endan- um. Loks hitti hún þó einn, sem var nógu lítill, nógu vel upp al- inn og með nógu göfugt innræti til þess að hann væri maklegur þessarar stöðu. Þessum degi og þeim næsta

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.