Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 3
8. íebrúar 1935 D V Ö L S Jónas Jónasson, frá Hrafnagili Núna rétt fyrir jólin kom út bók, sem minnti mig- svo fallega á gamlan kennara minn. Bókin er íslenzkir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili og kennari minn er höfundur bókar- innar sjálfur. Og þegar ég um sama leyti er beðinn að skrifa eitthvað í jólablað Nýja dagblaðs- ins er mér ekkert hugstætt annað en þessi gamli kennari minn"'). Ég var bam þá, þegar ég kynntist honuni, að vísú 18—20 ára að aldri, en þroskinn var *ninni en aldurinn. Ég gekk þá í Gagnfræðaskólann á Akureyri. *') þegar þessi grein kom, var búið ákveða annaö 1 blaðið —■ því kenaur hún hír. Þar voru kennarar, sem' af flest- um voru taldir atgerfismeiri við starf sitt. Hann var m i n n kenn- ari. Ég var svo gæfusamur að eignast góða kennara síðar, suma ágæta. Hans minnist ég allra bezt. Fyrsta kynning mín af kennslu hans var þó ekki heppileg. Ég kom til að taka próf upp í annan bekk skólans óreyndur og ófram- færinn, hafði aldrei gengizt undir nokkurt „próf“ áður, ekki svo mikið sem til bamaspurningar, því að ég er ófermdur. Eitt af fyrstu munnlegu prófunum, sem ég gekk undir var próf í Islend- ingasögu hjá sér Jónasi. Ég hélt, að ég kynni vel og einkum þetta, sem ég gekk upp í, um erfðahyll- inguna í Kópavogi. En kennaran- um var svo annt um að hjálpa mér, að mér féllst hugur. Hann tæpti á svörunum, og ég lét hann segja þau öll. Þetta var ekki hon- um að kenna allt. Ég hefi alltaf öðm hvom síðan og á líkan hátt gert verri próf (og hefi ég þá margt í huga) en ég er maður til. En þetta var honum að kenna líka. Hér kom fram, það sem mest sakaði ágæti kennslu hans. Hann hjálpaði of mikið. Svo var það ef til vill annað líka. Það vantaði strangleik 1 kennsluna hans. Aldrei kallaði hann okkur upp að kennaraborð-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.