Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 5
3. fcbrúar 1935 D V Ö L með nemendum. Aldrei kom ég svo til hans, að hann hefði ekki nógan tíma til að tala við mig. Þorstinn að vita var svo ná- tengdur þránni að skapa og gefa. Því var hann svo mikill, að hann var líftaugin sjálf. Þetta skildi ég af kynningu minni á því, hvernig rit hans um íslenzka þjóðhætti varð til. Þar fékk þorsti hans svölun, þrá hans full- nægingu, því varð ritið fullkom- lega líf af hans lífi. Allt hans líf áður varð eins og- að eðlilegum hætti undirbúningur undir það rit. Það rit var tæpitunga hans við þjóð sína, og þar naut það sín svo vel, að setjast á bekkinn og borðshornið hjá hverjum ein- um. Sú ein var ógæfan, að hann vann við það með dauðann í brjóstinu, hann byrjaði ekki, fyrr en líf hans var tekið að fjara út. Mér var það gleði og varð það gæfa, að fá að taka ofurlítið í nfeð honum, þegar hann var að safna í þetta rit sitt. Ég sé það bara nú, að ég hefði getað gert bað ofurlítið meira og betur. En það var eínskis af mér krafizt og mér fannst ég þurfa að verja mínum tómstundum til margs- háttar náms, og svo þurfti ég að fá ofurlítinn bjarma yfir líf mitt af ljóði og- ást. Þetta er mín af- sökun, að ég gerði ekki betur, en 11 ú þykir mér barnalega vænt um að sjá þó nafnið mitt neðanmáls í bókinni hans. Því að þrátt fyrir allt er þessi 8 bók, íslenzkir þjóðhættir, bókin hans. Og þó varð hún aldrei full- gerð frá hans hendi, því að smiðs- höggið vantaði — og nú er það annars manns. Ég hefði kosið þetta öðruvísi — og þó er ég hjartanlega þakklátur Einari ól. Sveinssyni og útgefendum bókar- innar fyrir þá virðingu, sem þeir hafa sýnt séra Jónasi í qIIu þeirra verki. Þau voru ýmisleg verk séra Jónasar, sem hann lét sér ekki annt um að nostra sérstaklega mikið við. Hann leit oft á hag- kvæmu hliðina og sá þá, að nauð- synlegt var að leysa verkið fljótt af hendi. Allt öðru máli var að gegna um þetta rit. Hann sagði mér, að hann ætlaði a. m. k. að fjórrita það. Fyrst hefði hann safnað miklu af efninu á laúsa seðla. Næst ritaði hann það upp í samfelld máli í stílabækur o'g hafði þá alltaf aðra síðu auða til að færa inn athugasemdir og við- bætur. ■ Síðan átti að taka allt efnið upp á seðla á ný og fyrst þar á eftir átti að steypa það upp í fullgerða mynd. Ég minnist þess lengi, er ég fann hann í síðasta sinn. Það var vorið 1917, og ég hafði þá ekki séð hann í nærri tvö ár. Þau ár hafði ég verið í öðrum lands- fjórðungi að reyna að fá yfirlit yfir líf og staði. Hahn tók mér alúðlegar en nokkru sinni fyrr, en í klökkva huns kom) það svo skýrt fram, að þrekið var á för-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.