Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 8
8 D V Ö L 3. febrúar 1935 ungu stúlkurnar eru ekki alskyggn- ar. Hvað skyldu þær hafa hugsað um hann hefðu þær vitað, að síð- ustu daga mánaðarins laumaðist hann inn í Hundóbeinið, lítilfjör legt matsöluhús, þar sem fá mátti einhvern mat, sem enginn vissi hvað var, fyrir 20 pfenninga. Eu Fred Tiedemann fór ofur varlega. Hann skauzt ekki inn um dyrnar á Hundsbeininu nema hann væri alveg viss um að enginn maður væri á götunni þar nálægt, því hvað ætli laglegri stúlku dytti í hug, ef hun sæi hann fara þar inn? Hugsið ykkur þvílíka Bneypu! Þriðjudaginn 31. marz stóð Fred Tiedemann og hugsaði ráð sitt. í aðra vogarskál huga síns lét hann stolt sitt og sjálfsvirðingu, en matarlystina i hina, og hann komst að raun um að matarlystin er miklu þyngri á metunum en öll fordild og lieimslegur hégómi. Úlf hrekur hungur úr skógi, segir máltækið, og reynslan segir að það reki rembilætið úr mönnunum. Fred velti tveim síðustu nikkel- skildingunum í vasa sínum og fór inn í Hundsbeinið. Þetta lánaðist ágætlega. Enginn tók eftir honum. Og inni í borð- Balnum þurfti hann ekki að skainm- a8t sín fyrir neinum. Mötunautar hans voru allir fátækir eins og hann, — sigghentir verkamenn, fölleitir listamenn og aðrir öreigar. Hann gaf sig allan að diskinum sínum. Enginn mælti orð frá vör- um. Þegjandi gleyptu menn 1 sig einskonar mélgrautarsósu og fóru út eins fljótt og þeir gátu. Það er margreynt, að baklausir trébekkir ýta ekki undir menn að eyða tím- anum í heimspekilegar hugleiðing- ar meðan þeir eru að matast. Fred Tiedemann fór út eins og aðrir, þegar bann var búinn. Hann var nú ekki eins auðmjúkur og áður, því að nú var maginn sadd- ur. Þá er lífið ekki eins tilgangs- laust og annars. Ilann opnaði hurðina og rak höfuðið ofur gætilega út í gáttina, líkt og varkár hermaður gægist upp úr skotgröf. Jú, honum var óhætt, Engin lifandi vera var sjá- anleg á allri götunni nema einn flækingshundur. Fred fór út og lét aftur hurðina, en hann hafði ekki sleppt takinu af hurðarhúninum, þegar glæsileg yngismær kom út úr húsi þar skammt frá. Hann þekkti hana undir eins. Lilli Knoll! Yndislegasta stúlkan í bókmennta- deildinni! Tvítug, ljóshærð, munn- rjóð, elskuleg. Og þarna var hún! Og hún sá hann! Hann var eyði- lagður og hefði helzt viljað geta horfið á brott og hulið skömm sína átta röstum fyrir jörð neðan, en ekkert skýldi honum fyrir augum hennar. Nú þætti henni kannske ekki mikið til hans koma, og í henni hafði hann þó verið skotinn í hálft ár! Jæja, hann var búinn að fara með sig. Ræfilsgrey, sem étur í Ilundsbeininu! Hann lét eins og hann tæki

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.