Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 9
3. febrúar 1935 D V ö L 9 í djúpi Hallmundarhrauns Eftir Hallgrím Jónasson Bjartur og heiðríkur dagur mitt í sumarlangri dimmviðursúld Suð- urlands. Og enn eru naumast rismál. Við komum að Húsafelli í gær- kveldi, tímanlega, og í dag er ferðinni heitið upp að Surtshelli. Ég fer að hraða mér í fötin. Andspænis mér hrýtur bílstjórinn í rúmi sínu. I dag má hann sofa nægju sína, okkar vegna. Yíir árn- ar verður bíl ekki ekið að þessu ekki eftir henni og skálmaði skömmustulegur af stað og fór í þá áttina, sem hún kom ekki úr. Nokkrum skrefum fram undan sér sá hann opnar útidyr, og ætlaði að leita sér þar hælis. En áður skotraði hann augunum einu sinni í laumi til gyðjunnar sinnar. Og hvað haldið þið g,ð hann haíi séð? Ungfrú Lilli Knoll gekk hiklaust inn um dyrnar á Hundsbeininu. Fred Tiedeman sá og skildi og skammaðist sín. Honum þótti verra en illt að eiga ekki til aðra tutt- ugu pfenninga, svo að hann gæti aftur farið inn í Hundsbeinið, hnarreistur og ánægður með sjálf- an sig í þetta skiptið, og borðað þar með Lilli Knoll. En nú var hann öldungis auralaus. Ætti hann að bjóða henni að borða með sér í Kempinski annað kvöld? sinni né fram í Hallmundarhraun. Þess vegna höfura við beðið um hesta og fylgdarmann. Samferða- menn minir, tveir erlendir skóla- stjórar, eru þegar komnir út á tún. Það leggst vel í þá veðrið í dag og þeir eru að athuga fararskjót- ana, sem verið er að reka í hlaðið. Slátturinn er nýbyrjaður. Tvær ungar kaupakonur standa við að hjakka ka-floðna spildu niðri á vell- inum. Nokkru neðar slær bóndinn með vél. Svalur fjallaþeyr norðan og austan af hálendinu þýtur mynduglega í skógarbreiðunni norð- an við Kaldá, sem rennur ör- Bkammt frá túninu, þar sem hún sprettur upp undan gömlu, grónu hrauni. Og mitt í gleðinni yfir þessum sjaldgæfa skínandi júlí- degi, veldur þó þeyrinn og sój- skinið dálitlum kvíðvænlegum ugg í hug mínum. Ekki alllangt neðan og vestap við bæinn, glampar á hvítfyssancþ íöðurstrenginn í Hvítá, litlu neðar en Norðlingafljót fellur i hana. Yfir hana og Geitá, sem er stór- um illvígari viðskiftis, þurfum við að sækja. Og svona veður á við þær ekki síður en okkur — eiuk- um þegar líður á daginn. Bóndinn segir raunar að sæmi- lega gott verði norður yflr. „En til baka í kveldu? „0, maður sé'r nú til hvernig þær vaxa“.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.