Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 12
D V Ö L 3. febrúar 1935 18 Surtshellir (opið) Nokkru innanvið þetta niður- fall tekur meginhellirinn við. Að- ur en birtan er að fullu þrotin, sér nokkru innan við opið, móta fyrir tveim afhellum sínum hvoru megin, og all hátt uppi í hliðarveggj- bergsins. Að hellinum til vinstrí verður komist eftir bergstalli, en þegar hnígur á sótmyrkur, er inn kemur úr opinu. Þetta er Beina- hellir og fornt vistabúr þeirra úti- legumanna, enda liggur þar enn beinadyngja, svört og gjörfúin víða. Þó má sjá þess merki, að merg- bein hafi þar flest brotin verið. Gegnt helli þessum, litlu innar, ;glórir í tvö op hátt frá gólfi. Er einstígi þar upp að fara og hraun- brún allbreið framan við opin, en gild bergsúla á milli; sameinast þau ínnan við hana og verður af einn hellir. Þessi heitir Vígishellir og hraunbríkin framan við nefnd Vígið. Er talið að hér hafi útlag- arnir haft svefnhús og bækistöð. Hvergi er hér um hellinn verra á að sækja, né auðveldar að verjast en af bergstalli þessum. Er svo Bagt, að hingað hafi Sturla Sig- hvatsson fært Órækju frænda sinn til meiðinga, eins og Sturlunga getur. Þessi afhellir er upp undir 100 m. á lengd og er innst í hon- um dalítil tjörn. Gólfið er sæmi- lega slétt, en á einum stað er stór sporöskjulagaður grjóthringur, hlaðinn úr stórvöxnum steinum og tvö op, sitt á hvorum enda. Innan i þessum hring voru hvílur Hellis- manna. Sandi hefir verið stráð í sprungur og ójöfnur til að slétta gólfið, og gæti þarna hafa verið legurúm fyrir 15-20 menn. Skammt frá er beinabrúga vöxtuleg. Það eru kindarbein flest, sem séð verð- ur. Halda þau enn að nokkru bæði lit og lögun. Hér innan við hækkar hellirinn. Biksvart reginmyrkur grúfir um allt þetta gímald og blaktandi kertaljósin í höndum okkar lýsa naumast niður fyrir fætur manns. Þungur, úrsvalur suddi drýpur úr lofti og veggjum og gerir verju- litinn mann votan fyr en varir, Víðast er leiðin eftir hellinum ó- greið og sumsstaðar verðum við bókstaflega að skríða á höndum

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.