Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 3
24, febr, 1935 \ D V ö L * Bókasafnið Ungversk saga. Þegar ég var á nítjánda árinu, bjó ég hjá konu einni \ Uirlugötu, aem Brinkala hét. Ilún hafði ofan af fyrir sér með því, að leigja skilvísum og reglusömum mönnum eitt herbergi af íbúðinni, Og nú Var það ég, þessi skilvísi og réglu- 8«mi maður. Dyrnar á herberginu mínu vissu fram að stigagatinu, og höfðu þann óvenjulega eiginleika, af dyrum að Vera, að auðvelt var að ijúka þeim upp, en aftur ámótienginn vegur «ð láta þær tolla aftur. Stóðu þær þvf opnar dag og nótt, svo að hver gat farið þar inn, sem vildi. Til allrar hamingju þurfti ég ekki óttast þjófa. Ég hafði enga verðmæta hluti hjá mér. Þeim hafði óg öllum komið í örugga geymslu hjá veðlánaranum. Það litla, sem eftir varð, hafði smátt og smátt ngengið til heimilisins“. Og nú voru því jarðneskir fjármunir minir ekki annað en bókaskápur, fullur af hókum, og gítar. Það orð lék á, að frú Brinkala vaeri ekki eins og fólk er flest. En hafi það verið satt, þá er hitt v>8t, að ég var enginn hversdags- óaaður. Það var föst venja mín að koma ekki heim fyr en undir ^orgun, og sofa svo. fram til kl. 3 síðdegis. Þá fór ég út og kom svo ekki heim aftur fyr en næsta morgunn. Frá því kl. þijú síðd. og þangað til kl. fjögur að morgni stóð því herbergið alltaf autt. Ég var samt enginn rómantísk- ur vingull, sem allt fór fram hjá. Ég vissi ofur vel, að frú Brinkala var frábærlega hagsýn og nýtin kona, og lét ekki undir höfuð leggjast að notfæra sér á einhvern hátt það litla, sem ég átti. Flesta flibbana mína lét hún son sinn ganga með, og dóttur sinni kenndi hún að spila á gítarinn minn. Líkjörflöskuna tæmdi hún alltaf sámviskusamlega, og hellti vatni á hana í staðinn, svo að ég skyldi ekki verða neins var. I stuttu máli sagt, var frú Brinkala mesta hag- sýnis- og ráðdeildarkona. Ég setti þessa smámuni ekki fyrir mig. Nokkrir skítugir flibbar hafa ekki mikið að segja, þegar maður er í blóma lífsins og auk þess staurblankur! Dagarnir komu og fóru, rólegir og tilbreytinga- lausir. Ég var löngu hættur að láta mér detta í hug, að nokkur breyting gæti orðið þar á, og allra sizt að örlögin mundu fara að hrekja mig úr Uglugötu. Ég undi vel hag mínum, og forðaðist að láta sjá á mér þykkju, þó að frú Brinkala leyfði sér stund-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.