Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 5
24. febr. 1935 D V Ö L 5 í hug, en hún vildi ekki heyra á það minnst. Eg benti henni á, að hættulegt gæti verið fyrir okkur að hafa stefnumót svona úti á miðri götunni. Og eg reyndi að útmála fyrir henni allan þann unað, sem herbergið mitt gæti veitt tveimur elskandi hjörtum. Eu hún var ó- sveigjanleg. Þegar hún sá hve hnugginn ég var, leyfði hún, eins og til uppbótar, að ég mætti fylgja sér alveg heim að húsinu. Mér til mikillar undrunar stað- næmdist hún við dyrnar á húsinu þar sem ég bjó. Nú fór ég að verða forvitinn. Ilvar var þetta leyndar- dómsfulla bókasafn? Og í stað þess að kveðja vinkonu mína við dyrn- ar, fyigdi ég henni eftir upp stig- ann. „En bara að dyrunum“ bað hún. „Gott og vel, eg skal ekki fara nema að dyrunum“, svaraði eg. I sömu andrá vorum við kom- in að dyrum bókasafnsins — að herbergisdyrunum mínum! Á hurð- inni var stórt spjald og á því stóð skrifað: Bækur lánaðar út Opið 4—6 Eg varð svo hamslaus af bræði, að minnstu munaði að liði yfir mig. Ég hné upp að veggnum. Vinkona öín notaði tækifærið og skauzt inn. Ég læddist á táþpm á eftir henni. Aldrei verð ég svo gamall, að ég gleymi þeirri sjón, sem mætti mér. Frú Brinkala sat við skrifborðið mitt, með heljarstór gleraugu á neíinu og blaðaði í bók. Bókaskáp- urinn minn stóð galopinn, og á hverja einustu bók var kominn gulur, númeraður miði. Það var ekki um að villast: Bækurnar mínar voru lánaðar hverjum, sera hafa vildi. Ekkert var líklegra, en að þær væru búnar að ganga frá manni til manns í öllum nálægum götum. Frú Brinkala hafði komið upp útlánsbókasafni á minn kostn- aö! Þegar ég kom inn hljómaði há- raddaður skrækur á móti mér; fyrst var það vinkona mín og svo frú Brinkala. „Ilvernig dirfist þér að fylgja mér eftir?u „Afsakið“, sagði ég þurlega, „on í núna eigin íbúð ætti mér að vera frjálst að koma“. „Yðar eigin íbuð?u sagði vin- kona min undrandi, „yðar---------- — íbúð?u Hún leit spyrjandi á frú Brinkölu, sem í sama vetfangi kastaði sér á kné fyrir framan mig, og stundi upp: „Vægð, vægð, náðugi herra!“ Vinkona mín horfði undrandi á okkur frú Brinkölu til skiptis. Hún skyldi auðsjáapiega ékki upp né niður í þessu. „Frú Brinkala“, sagði ég með ógnandi rödd, „þér vitið að ég kippi mór ekki upp við smámuni, eu þetta, það, það ....

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.