Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 8
8 D V Ö L 24. febr. 1935 minni, að hann átti þa9 til, þegar byrðarnar vóru orðnar svona ill- þungar, að losa sig við einn pink- ilinn með þvílíkum ærslum og fyr- irgangi, að ekki var numið staðar fyr en langt úti á firði. Fyrir þremur árum hafði ein- mitt slíkur atburður gerst. Bjólf- urinn hafði safnað á sig geysilegri fanndyngju. Þegar hlánaði, stífl- aðist vatn fyrir ofan hengjuna. Það braut sér síðan rás og reif skarð úr hengjunni með sér. Flaumurinn lenti á húsi Tostrups veit.m., skekkti það, braut glúgga og fyllti kjallarann vatni. Kona Tostrups, sem kemur meira við sögu síðar, var flutt í næsta hús. Þar bjó Jónas Stephensen versl- unarmaður. Þessi atburður gerð- ist um háttatímann og hugðu menn að öllu slílcu myndi lokið. Háttuðu konurnar og þrjú börn, sem Jón- as átti. En ekki skyldi það verið hafa, því örskömmu síðar kom að- al snjóflóðið. Það lenti á húsi Jón- asar miðju, reif miðpartinn með sér, en skildi stafnana eftir, og. skolaði þessu og öðru bifanlegu, sem á leið þess var, fram á sjó. Var óðara brugðið við og reynt að bjarga þeim, sem lent höfðu í snjóflóðinu. Eitt barnið náðist í flæðarmálinu. Var bátur settur á flot, þó illmögulegt væri að koma honum neitt, því sjórinn var einn krapaelgur. Eftir nokkura leit fundust þó konurnar. báðar og hafði svo lánlega tiltekist, að snjó- flóðið hafði ekki gert þeim neitt mein. En börnin tvö fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Þó þrjú ár væru liðin síðan i þetta gerðist, var mönnum það enn fast í minni og því var Bjólfurinn, skrýddur hinni stóru og hrikalegu fannhengju, meira áhyggjuefni en ella. Að morgni hins 18. febr. 1885, rúmum fjórum stundum fyrir há- degi, vöknuðu Seyðfirðingar við bresti mikla, sem bárust ofan úr Bjólfinum. Var þá heldur ekki lengi meiri tíðinda að bíða. Skamrori stundu síðar hafði snjó- flóð fallið yfir norðanverða Öld- una, á sama stað og hið fyrra, en þó miklu sterkara og umfangs-. meira. Reif það allt og tætti, sem; á leið þess var og skolaði á sjó út. Þær minjar, sem það skildi eft- ir, munu ógleymanlegar öllum, sem sáu. Fimmtán íbúðarhús höfðO skolazt burtu eða brotnað niður, auk fjölda útihúsa. 1 stað þeirrn voru komnar miklar snjódyngjur hér og þar. I þessum húsum hafði búið milli 80—90 manns. Sumir þeirra voru nýkomnir á fætur, aðr- ir voru enn í rúminu, þegar flóð- ið ska-11 á. örvæntingaróp heyrðust hvaðanæfa og fáklæddir menn oé konur komu hlaupandi frá slyS' staðnum »vaðandi gegnum snjó og' ís« e.ins og tekið er til orða í einS! blaðinu. Þegar flóðið nálgaðist og þang' að til það var runnið framhjá glöggan mun á dagsbirtunni. dimmdi drjúgum. Ögurlegar duH'

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.