Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 24. febr. 1935 Það er réttlátt. Það eru lög. Fór ekki föðurbróðir minn yfir í land Tanana*,) og beið bana þar af völd- um bjarndýrs. Og Tananar greiddu föður míuum bætur — bróðurbæt- ur — fjölda mörg brekán og dýr- indis loðskinn. Það var réttlátt. Hjá þeim var ill veiði og þessvegna greiddi Tanana þjóðin föður mín- um bróðurbætur. Þessvegna fór eg — Ebbit — niður að Campbell til þess að heimta sonaibætur. Jónas — æðsti verzlunarmaðurinn horfði bara á mig og hló, hló mjög en greiddi mér engar bætur. Eg fór til töfra- mannsins ykkar, hans sem þið kall- ið „kristniboðau, og talaði lengi við hana um vonda vatnið og bæt- ur þær er, eg ætti að fá. En kristni- boðinn ræddi um allt annað. Hann ræddi urn hvar Moklau væri nú kominn, þegar hann væri dauður. Þar væru kynt heljarmikil bál, og ef kriatniboðinn segir satt, þá er það víst og áreiðanlegt, að Moklau þarf ekki að kvíða kulda framar. Og svo fer kristniboðinn að tala um hvert eg fari eftir dauðann. Og tal hans'er skrítilegt. — Hann seg- ir að eg sé blindur. — Það er ekki satt. Hann segir eg gangi í miklu ínyrkri. Það. er líka ósatt. En eg segi aftur að dagar og nótt séu alveg jöfn fyrir alla menn. Og eg segi að í þorpinu mínu sé ekki dimmara en í Campbell, og enn fremur að ljós og myrkur og stað *) Tananar er IndlanakynþAttur elim kallaður. urinn, sem við förum til eftir dauð- ann komi ekkert við þeirri borg- un, sem mér beri með réttu vegna vonda vatnsins. Þá varð kristni- boðinn reiður, nefnir mig illum nöfnum og skipar mér að snauta burtu. Og eg hrökklast heim frá Campbell án þess að fá nokkra greiðslu. En Moklau er látinn, og mig vantar bæði fisk og kjöt í elli minni. — Og það er hvíta manninum að kenna, sagði Zilla. — Já, hann á sök á þessu, sam- sinnti Ebbit. — Og sök hans er enn meiri. Það var nú hann Bi- darshik. Það var tvennt ólíkt hversu hvíta manninum fórst við Bidarshik og annan mann, sem hét Yamikau, og þó höfðu báðir gjört hið sama, En fyrst verð eg að segja frá Yamikau, sem var ungur maður héöan úr þorpinu, og hann varð hvítum manni að bana, Það er ekki vænlegt að drepa mann af öðrum þjóðflokki. Það veldur ætíð ógæfu. En það var eigi um gott að gera fyrir Yamikau. Hann var deig- lyndur maður og flýði reiða mer.n eins og hundurinn prikið. En þessi hvíti maður drakk mikið vín, og kom í kofa Yamikaus að nætur- lagi og fór með ófriði. Yamikau getur ekki flúið, og hvíti maður- irin veitist að honum og reynir að drepa hann. En Yamikau lang- ar ekki fil að deyja, og svo drep- ur hann hvíta manninn, Og þá eru nú mikil vandræði á ferðinni

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.