Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 15
O V ö J. 15 S4, febr. 1935 í'ffM svarað þvi játandi. Það kemur aldrei snjór í þessu landi. Og nú vil eg þú nefnir heiti þessa lands. Eg hef fyr heyrt það nefnt, en vil fá að heyra það enn, þvi á þenn- an hátt fæ eg greint að satt og iogið. Gamalmennið horfði á mig hugs- andi. Ilann vildi fyrir hvern mun komast .fyrir sannleikann, og hann langaði augsýnilega til að trúa þessari furðu, sem hann hafði aldrei augum litið. — Já, mælti eg. — Þér hefir ver- iö 8kýrt rétt frá. Það fellur aldrei 8,1jór í þessu landi, og það heitir Kalifornia. — Kal-i forn i-a, tautaði hann hvað eftir annnð, og hlustaði með áfergju á hljóðið, er fylgdi hverju atkvmði. Svo hneigði hann sig ját- andi: — Já, það er sama landið °g Yamikau sagði mér frá mælti hann um síðir. Eg sá strax í hendi minni að þetta atvik með Yajnikau hafði komið fyrir skömrnu eftir að Alaska kafði komist undir vernd Banda- r*kjinna. Morðmál af þessari teg- Utld hlaut á þeim árum að dæm- ast af yfir-sambands dómstól, af því það var hvorki sett á stofn þéraðsstjórn eða héraðsdómstólar þar neðra. Þegar Yamikau kom í snjó- ^ausa húsið, hélt Ebbit áfram, þá var farið með hann i stórt hús, þar sem rnargir menn voru og mik- 'þ var talað. Og lengi, lengi töl- uðu mennirnir, og þeir spyrja Yamikau margs. En seinast segja þeir honum, að honum verði ekk- ert mein gert lengur. Yamikau skilur þetta ekki, því honum hef- ir allt af liðið vel. Hann sem allt af hafði gott rúm og yfiirdrifinn mat. En eftir þetta var honum gefinn enn þá betri mntur, og svo voru honum gefnir peningar, og það er farið með hann víða um landið, og»hann sér marga undarlega hluti, sem eg skil aldrei neitt í, því eg er gamall maður, og hef eigi far- ið víða. Og að tveim árum liðnum kemur Yamikau heim, vitrari en áður, og verður svo höfðingi hér til æfiloka. En áður en hann deyr kemur hann oft til mín, vermir sig við eld minn og ræðir um þessa mörgu undarlegu hluti, Bem hann hefir séð. Og Bidarshik sonur minn sit- ur líka við eldinn og hlustar á orð hans, og augu Bidarshiks verða svo stór og starandi, af þvi hann heyrir sagft frá þessu öllu. Og eitt kvöld þegar Yamikau er farinn stekkur Bidarshik á fætur, ber sér á brjóst og segir: — Þeg- ar eg er orðinn stór, þá ætla eg að fara langt, langt í burt — já alveg til landsins snjólausa, því eg vil sjá þetta alt með eigin augum. — Allt af var Bidarshik í lang- ferðum, greip nú Zilla fram í, og það var keimur af drambi í rödd- inni. — Það er satt, sagði Ebbit al- varlega, — en ætið þegar heim

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.