Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 4
4 D V Ö L 10. marz 1935 kúa klaustursins. Það voru tvær beljui', sem hann á degi hvérjum leiddi frá éinum stað til annars innan klaustur-múranna, þar sera grastoppa var að finna. Hann var alinn upp hjá gamalli konu í Be- aux, en gekk í klaustrið tólf ára gamall og hafði fengið litla menntun aðra en þá, að sjá um kýr og þylja sitt Paternoster á vafasamri latínu, því höfuðið var víst hvorki sterkt né gáfurnar skarpar. En hann var á sinn hátt ákveðið drottins barn, guðrækinn og hressilega viss 1 sinni trú. Þegar hann gekk inn í salinn, dálítið klaufalega klunnalegur í sínum gráa kufli, gátu munkarn- ir ekki varizt brosi. En bróðir Gaucher kærði sig hvergi. Hann var því vanur. Einfeldnislega and- litið, stóru augun og hökutoppur- inn, sem minnti dálítið á geit- hafur, höfðu ætíð þessi áhrif. — Bræður, sagði hann góðlát- lega. Það er sagt, að fegursti söngurinn komi stundum úr tóm- um tunnum. Nú hefi ég verið að athuga mína innantómu höfuðskel og hefi þar fundið ráð gegn • vandræðum okkai'. Þið munið sjálfsagt eftir henni Bégon, minni góðu fóstru. — Drottinn blessi sál hennar. — Hún hafði það stundum1 til að syngja nokkuð einkennilegar vísur, ef llún hafði drukkið, en hvað um það, — hún þekkti jurtirnar hérna í fjöllunum betur en Kor- síkanskur syart-þröstur, og síð- ustu árin, sem hún lifði, hafði hún komizt upp á að blanda séi' undursamlegan elixír úr jurtum, sem ég hjálpaði henni til að safna saman. Það er langt síðan, en ég held þó að ég með hjálp hins heil- aga Ágústínusar og með leyfi okkar virðulega föður, ábótans, geti rifjað upp aðferðina. Takist þetta, setjum við þennan merki- lega elixír á flöskur og seljum vegna Mausturs okkar, svo það megi auðgast eins og La Trappe og' La Grande og — Bróðir Gaucher fékk ekki að ljúka við setninguna. Ábótinn í’auk á fætur og vafði hann að sér. Féhirðirinn kyssti með lotn- ingu kápufald hans, en hinir munkarnir tóku hjartanlega J hönd honum. Síðan snéru allir tíl sætá sinna til að ræða málið, og’ áður en fundi var slitið, var það ákveðið, að umsjá kúnna skyldi eftirleiðis falin bróður Thrasy- bule, svo bróðir Gaucher fengi nægari tíma til að brugga elixír- inn. Sagan getur lítils alls þess erf- iðis og rauna, sem starfið við að uppgötva á ný samsetning elixírs- ins kostaði bróður Gaucher. Eu þáð er þó víst, að eftir sex mán- uði var sigurinn unninn og elixír Hvítmunkanna á Prémontrés hafði þegar hlotið nokkra frægð. Á hverjum bóndabæ í nágrenn- inu hafði litli leirbrúsinn með klaustursinnsiglinu og silfurlituðu vörumerki með mynd af brosandi

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.