Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 9
10. marz 1935 D V ö L 9 Eyðimörkin Tatkla-Makan Eftir Sven Hedin. Frá Ladak í Indlandi liggur hæsti þjóðvegur jarðarinnar yfir fjallgarðinn Karakórum til Aust- 'ui'-Turkestan. Hæstu skörðin eru 5600 m. yfir sjávarmál. Óteljandi beinagrindur af áburðardýrum sýna hvar leiðin liggur. Eftir mánaðarferð yfir há og gróður- snauð fjöll er komið til bæjarins Jarkent í A.-Turkestan, sem er geysimikil skál girt fjöllum á alla vegu, nema að austan. 1 suðri er Tíbethálendið, í vestri Pamír og í norðri Himinfjöllin, er kvíslast norðaustur um Síberíu. En innan fjallahringsins, í hjartastað hinnar víðlendu aust- urálfu, er þessi lágslétta, sem minnir á tíbetariska fjárrétt, girta voldugum steinveggjum. En slétt- nn er svo víðlend, að hún er níu sinnum stærri en allt ísland. Um norðurhluta hennar fellur stóráin Tarim, sem á upptök í jöklum og snæbreiðum fjallahringsins. Þessi niikla á er þeim álögum ofurseld, nð ná aldrei fram til sævar; hún endar í afrennslislausu vatni, sem heitir Lop-Nor, á miðri sléttunni. Sunnan við Tarim er geysimikil eyðimörk, Takla-Makan. Um hana falla nokkrar ár í Tarim sunnan úr Tíbetfjöllum, og meðfram þeim 6r nokkur gróður, en mestur hlut- inn er sandauðn, einhver hin ægi- legasta, sem til er á jörðunni. Lagt á eyðimörkina. Það var í byrjun aprílmánaðar 1895. Ég var staddur í litlu þorpi við Jarkent-darja og hefi slegið tjöldum austan árinnar. Austur undan er eyðimörkin Takla-Makan óslitin að ánni Khótan, sem fellur beint til norðurs. Vegalengdin yf- ir eyðimörkina er 300 km. óg nú hefi ég ákveðið að fara kynnisför þvert yfir hana, ásamt fjórum fylgdarmönnum með átta úlfalda og nægilegan forða af vatni. Það drógst í tímann að undir- búa alit saman og baggar úlfald- anna voru þungir. Við höfðum nesti til tveggja mánaða: hrís- grjón, brauð, mél, sykur, te og niðursoðinn mat. Við höfðum líka vetrarföt — loðfeldi, teppi og mottur — með okkur, því mein- ingin var að halda áfram til Tíbet. 1 ferðakistum mínum voru vís- indatæki, ljósmyndatæki, landa- bréf o. m. fl. Að vopni höfðum við 3 byssur, sex skammbyssur og skotfæri. Á fjórum jámdunkum var vatn til 25 daga. Við lögðum upp 10. apríl. Fremstur í lestinni var hvítur kamel og teymdi hann maður, er

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.