Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 10. marz 1935 í hvassviðri. Sandmökkinn kembdi eins og kögur af hverjum sand- hrygg og smaug upp í munn, nef og augu. Islam Baj var í farar- broddi. Á hárri sandöldu áðum við til þess að litast um og fá okkur að drekka. Ef snert er við vatns- íláti kemur hundurinn Jolldasch hegar og dinglar rófunni. Bæði hann og kindumar fá að diekka nægju sína. Kamelamir fá ekkert, en heir þola betur þorsta en aðrar skepnur. Það fannst þó á, að þeir tóku að þreytast. Stundum duttu þeir í sandinum og höfðust ekki á fætur nema baggamir væru tekn- ir af þeim. Þegar við náttuðum okkur, ihöfðum við aðeins brotizt 15 km. áfram. Nú sást ekkert kvikt á leið okkar, ekkert nátt- fiðrildi hændist að ljósinu hjá mér, ekkert strá barst með vind- inum yfir hið gulleita sandhaf. Að morgni 25. apríl gerði ég óskemmtilega uppgötvun: tveir vatnsdunkamir voru tómir og í hinurn var aðeins vatn til tveggja daga. „Skipaði ég þér ekki að taka vatn til tíu daga“, sagði ég við „leiðsögumanninn“. „Verið þér alveg óhræddur, herra minn“, anzaði hann, „eftir tvo, eða í mesta lagi þrjá daga, komum við á stað, þar sem hægt er að grafa eftir vatni“. — Islam Baj fékk skipun um að missa .ekki sjónar af vatnskerunum, hvorki dag né nótt og við komum okkur saman um að spara það til hins ítrasta. Enginn hafði orð á því að snúa við, enda kom mér það ekki til hugar. Ég gekk til þess að hlífa úlfaldanum mínum og til þess að uppörfa fylgdarmennina. Lestin seig hægar og hægar áfram yfir seigdrepandi sandauðnina og einn úlfaldinn, semi við kölluðum „öld- unginn“, drógst aftur úr. Við hvíldumst um stund og gáfum honum sopa af vatni og heytuggu úr reiðingnum hans. Svo sigum við áfram og Múhamed teymdi liann með hægð í slóðina okkar. Þegar sandöldurnar eru greið- færar, verðum við léttir í skapi, en þegar þær hækka upp í 50—60 m„ þá h'st okkur ijla á blikuna. Þretánda náttstaðinn í eyðimörk- inni urðum við að hafa þar, sem einn úlfaldinn stansaði og fékkst ekki til að fara lengra. „Hrafn, hrafn“, hrópaði Islam Baj. — Krummi hringsólar nokkruin sinn- úm í kringum okkur, tyllir sér snöggvast á sandöldu og hverfur. Er þetta boðberi frá skóginum hjá Khótanf 1 jótinu ? Við verðum von- betri; að vísu er krummi ekki vel séður gestur manna á meðal, en hér í dauðakyrrðinni er hann góðs viti og kærkominn gestur. Nóttin nálgast eins og frelsandi engill. Þegar sólin lækkar og kvöldið verður svalt, vaknar aftur von okkar um björgun. Um morg- uninn geng ég upp á háa sandöldu og skyggnist um með sjónauka, en ekkert sézt nema úfið, gulleitt sandhaf á alla vegu. Á meðan hin- ir voru að búa lestina af stað, tók

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.