Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 13
'0. marz 1935 D V Ö L 13 ég' áttavita og skundaði af stað í há-austur í stefnu á fljótið. Tjald- staðurinn og lestin hvarf brátt á bak við öldurnar; ég varð aleinn í eyðiþögn grafarinnar. — Meiri sunnudagskyrrð væri ekki hægt að hugsa sér í neinum kirkjugarði. Það vantaði aðeins krossa á graf- kumblin. Þegar ég hafði gengið svona 13 km., hneig ég örmagna niður af þreytu og þorsta á sandhrygg einum og þar lagðist ég á bakið uieð húfuna yfir andlitinu. Það var logn og steikjandi hiti. Ég iá í móki og sá í draumi skuggasæla lundi og gjálfrandi öldur. En hér lá ég aleinn í sandauðninni og fylgdarmenn mínir hefðu vel get- að snúið aftur til síðasta vatnsins og látið mig farast af þorsta í eyðimörlrinni. Loks vaknaði ég til ömurlegs veruleikans við bjöllu- hljóminn frá lestinni. Höfuð mitt var þungt eins og klettur og sól- skinið skar mig í augun. Úlfald- urnir þrömmuðu hægt og þyngsla- !ega á eftir þeim, sem teymdi þá, dapureygðir og rænulitlir. Tvo beirra vantaði og tveir menn höfðu orðið eftir ihjá þeim. Þeir komu' ekki í tjaldstað fyr en seint hm kvöldið. Sandöldurnar fóru smátt og smátt lækkandi þegar leið á dag- ’hn svo okkur létti í skapi og við '’éldum, að nú væri það versta búið og bráðum kæmi áin og skóg- 'ehdið meðfram henni. Tjaldið •uitt var ekki sett upp, til þess að spara sér allt ónauðsynlegt erfiði. Það hafði eitthvað kastast í kekki milli ,,leiðsögumannsins“ og hinna, svo hann hélt sig út af fyrir sig og svaf einsamall dá- lítið frá náttstaðnum. Við höfðum náttað okkur á þurri og harðri leiru. „Eigúm við ekki að reyna að grafa brunn“, varð mér að orði. „Jú, við skul- um grafa“, sögðu þeir Islam og Kasim og sá síðarnefndi þreif slcófluna og tók að moka upp sandinn sem óður væri. „Leið- sögumaðurinn“ glotti háðslega: „Jú, hér er sjálfsagt vatn — í svona 60 m. dýpi“, en hann varð æði skömmustulegur, þegar hann sá; að leirinn var rakur í 1 m. dýpi. Við unnum nú allir eins og berserkir að brunninum. Kassim var kominn svo djúpt, að höfuð hans nam við jarðarborðið, en hinir höluðu leirinn og sandinn upp í fötum. í 2 m. dýpi var sand- urinn svo rakur, að hægt var að hnoða úr honum kúlur. Það var unaðslegt að þrýsta svölum og rökum jarðveginum að brennheitu andlitinu. Tírhinn leið. Mennirnir hömuð- ust að grafa, milli vonar og ótta; svitinn bogaði af þeim og dýpra og dýpra fikruðu þeir sig — nær vatninu og lífsbjargarvoninni. Þó við yrðum að vera hér allan næsta dag — vatnið urðum við að fá. Við spöruðum ekki framar við okkur það lítið, sem eftir var af vatni. Könnurnar voru kældar í

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.