Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 3
81. marz 1035 D V ö L 8 MYNDIN Eftir A. HUXLEY „Myndir,u aagði hr. Bigger, „yður langar til að lita á myndir? Jú, við nöfum einmitt mjög fjöl- breitt og amekkleg sýnishorn af nútíma málaralitt eftir franska og enska listamenn.11 Ókunni maðurinn bandaði frá sér hendinni og hristi höfuðið. „Nei, nei, ég vil ekkert með nýtizkusniði,“ sagði hann á við- feldinni norðlenzku. „Ég vil sönn listaverk, gamlar myndir eftir Rem- brant og Sir Joshna Reynolds og aðra slíka.u „Ágætt“ og hr. Bigger kinkaði kolli. „Gömlu meistarana. Vitan- lega höfum við myndir eftir þá, ekki síður en þá nýju.“ „Svo er mál með vexti,“ sagði hinn, „að ég er alveg nýbúinn að kaupa nokkuð stórt hús — herra- garð,u bætti hann við íbygginn, Hr. Bigger brosti. Honum geðj- aðist vel að, hve maðurinn var hreinskilinn og opinskár og hann undraðist með sjálfum sér, hvernig þe3sum náunga hefði getað tekizt að græða fé. „Herragarð.u Hann sagði þetta orð alveg dásamlega. Þessi maður hlaut að hafa unnið sig upp frá þvf að þræla baki brotnu og var nú orðinn herragarðs- eigandi. Saga hans og saga stétt- anna yfirleitt fólst í hreykni hans og áherzlu, þegar hann sagði „herra- garð.“ En hr. Bigger gafst ekki tími til að hugsa lengur um þetta. Ókunni maðurinn hélt áfram: „Þegar maður býr í svona húsi og lifir við sæmileg efni,u sagði hann, „verður raaður að eiga nokk- ur málverk og helzt eftir gömlu meistarana, sko — Rembrant og hvað þeir nú heita, allir þessir gömlu.u „Auðvitað,u sagði hr. Bigger, „mynd eftir gamlan meistara bend- ir á háan sess í mannfélagsstigan- um.u „Það er einmitt þáð,“ sagði hinn og ljómaði allur. „Þarna komið þér nákvæmlega með það, sem ég vildi segja u Hr. Bigger hneigði sig lítið eitt og brosti. Það var ánægjulegt að rekast á mann, sem tók smávegis háð fyrir fyllstu alvöru. „En auðvitað ætla ég aðeins að hafa myndir eftir gömlu meistar- ana niðri — í móttökusalnum. Það væri allt of mikið af því góða að hafa þær í svefnherbergjunum líka.u „Já, já, allt of mikið,u samsinnti hr. Bigger. „Og hún dóttir mín — hún fæst dálitið við að mála‘u hélt herra- garðseigandinn áfram. „Og það er bara anzi laglegt hjá hrnni. Ég ætla að láta hengja sumar mynd- irnar hennar upp f svefnherbergin. Það er þægilegt og sparar manni myndakaup að hafa listamann á

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.