Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 4
4 D V O L 31. marz 1935 keiinilinu. En auðvitað verðum við að hafa eitthvað af gömlum myml um niðri.“ „Ég held, að ég hafi einmitt það. sem yður vantar,“ sagði hr. Big- ger um leið og hann hringdi bjftll- unum. „Dóttir min fæst dálítið við að mála“ — og hann sá hana í anda — stór, ljóshærður kvenmað- ur, þrjátíu og eins árs, ógift og farin að fullorðnast í útliti. Einka- ritari hans kom í dyrnar. „Komið þér með Feneyja — myndina, ungfrú Pratt, þessa þarna inni i bakherberginu. Þér vitið, hvað ég á við,“ „Það fer bærilega um yður hérna,“ sagði herragarðseigandinn. „Verzlunin gefur víst góðan arð“ Hr. Bigger andvarpaði. „Verðfallið,“ sagði hann. „Það fer ekki eins illa með neiria og okkur listaverkasalana.“ „Já, verðfallið.“ Og það skríkti í herragarðseigandanum. „Ég sá alltaf, að svona mundi fara. Það var eins og sumir héldu, að aldrei myndi versna framar í ári. Þvílikir asnar! Ég seldi. Þegar allt var á hátoppnum. Þessvegna get ég nú keypt myndir.“ Hr. Bigger hló líka. Svona áttu viðskiftamennirnir að vera. „Ég vildi, að ég hefði líka haft. eitthvað til að selja um það leyti,“ sagði hann. Herragarðseigandinn hló þangað til tárin runnu niður eftir kinnum hans. Hann var ekki hættur að hlæja, þegar ungfrú Pratt kom aftur. Hún hélt myndinni með báð- um höndum fyrir fratnan sig eins og skildi. „Setjið þér hana á grindina, ungfrú Pratt,“ sagði hr. Bigger „Jæja“ og hann sneri sér að herra- garðseigandanum. „Hvernig líst yður á þessa?11 Myndin á grindinni fyrir framan þá virtist vera af ítalskri hefðar- konu frá miðri átjándu öld. Hún var holdug og ljósleit í andliti og það bar mikið á brjóstunum undir bláa, flegna silkikjólnum hennar. Anægjubros lék um þykkar var- irnar og hún hélt á svartri grírnu í hendinni eins og hún væri ný- komin af grímudansleik. „Ágætlega,“ sagði herragarðs- eigandinn; en hann bætti við hik- andi: „IJún er ekki vel lík mynd- um eftir Rembrant, finnst yður það? Hún er eitthvað svo skýr og björt, Venjulega sér maður ekkert í myndum gömlu meistaranna, þær eru 8vo þokulegar og óskýrar.11 „Alveg rétt,“ sagði hr. Bigger. „en gömlu meistararnir eru ekki allir eins og Rembrant.11 „Það er nú víst ekki.“ Herra- garðseigandinn virtist naumast hafa sannfærst. „Þetta er átjánda aldar Fen- eyja — mynd. Það var alltaf svo bjart yfir þeim, Hann hét Giango- lini, sá sem málaði hana. Hann dó ungur og menn vita ekki uni nema fimm eða sex myndir eftir hann. Þetta er ein þeirra.11 Herragarðseigandinn kinkaði

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.