Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 12
12 31. marz 1935 D V öll svefnherbergin og borga sjö hundruð og fimmtíu pund fyrir hvert“ og hann skellihló, Hr. Bigger brosti. „En þér verð- ið að muna“, sagði hann, „að nú eruð þér að gera verulega góð kaup. Feneyjamyndirnar eru allar að seljast. Ef ég hefði nokkja pen- inga aflögu. —u. Dyrnar opnuðust og ljósa, bylgjaða höfuðið á ung- frú Pratt kom í ljós í gættinni. „Hr. Crowley langar til að tala við yður, hr. Biggeru. Hr. Bigger hleypti brúnum. „Lát- ið þér hann bíðau, sagði hann og var eins og hann væri á nálum. Hann hóstaði og sneri sér aftur að herragarðseigandanum. — „Ef ég hefði nokkra peninga aflögu, skyldi ég verja þeim öllum fyrir Fen- eyjamyndir. Hverjum einasta eyriu Hann undraðist með sjálfum sér um leið og hann sagði þetta, hve oft hann hafði talið fólki trú um, að ef hann ætti peninga, skyldi hann verja þeim fyrir hin og þessi listaverk, eftir því sem við átti í það og það skifti. Að lokum skrifaði herragarðs- eigandinn ávísun fyrir sex hundr- uð og áttatíu pundum. „Svo vilduð þér kannske láta mig hafa söguna vélritaða11, sagði hann um leið og hann setti á sig hattinn. „Það gæti verið nógu gaman að segja gestum sinum hana, eða haldið þér það ekki? Ég vildi helzt geta farið rétt með hana, einnig öll smáatriði11. „Já, vitanlega, vitanlegau, sagði hr. Bigger, „smáatriðin eru þýð- ingarmestu. Svo fylgdi hann litla, bústna manninum til dyra. „Verið þér nú ö L sælir. Verið þér nú sælir". Nú var hann farinn. í dyrnar kom ungur maður, hár og fölleitur, með kjálkaskegg- Hann hafði dökk og þunglyndis- leg augu, og svipur hans og fram- koma var dálítið einkennileg og ekki laus við að vera aumkunar- verð. Þetta var Crowley, ungi málarinn. „Mér þykir leitt, að ég varð að láta yður biðau, sagði hr. Bigger. „Hvað vilduð þér mér?u Hr. Crowley varð vandræðaleg- ur á svipinn og hikaði. En hvað hann hataði að verða að standa í þessu! „Svo er mál með vextiu, sagði hann loksins, „að ég er ír voðaleg- um peningavandræðum. Ég var að liugsa um, að ef til vill mynduð þér nú vilja — ef yður væri sama — borga mér fyrir þetta, sem ég vann um daginn. Mér þykir ákaf- lega leiðinlegt að þurfa að kvabba þetta á yðuru. „Það er ekkert, blessaðir verið þéru. Og hr. Bigger sárkenndi í brjósti um manngarminn, sem ekki hafði vit fyrir sér betur en svona. En veslings Crowley var aumingja legur eins og feimið barn. „Hvað komum við okkur saman um mikið?11 spurði hr. Bigger. „Mig minnir, að það væru tutt- ngu pund11, sagði hr. Crowley. Hr. Bigger tók upp veskið sitt. „Við skulum segja tuttugu og fimm11- „Nei, það er allt of mikið. Þakka yður innilega fyrir11. Og hr. Crow- ley stokkroðnaði eins og ung stúlka „Yður langar víst ekki að lita á nokkrar af landslagsmyndunum mínum?u spurði hann. Honum ÓX kjarkur, þegar hann sá, hve br.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.