Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 31.03.1935, Blaðsíða 14
14 D V 6 I 31. marz 19*& breinu, köldu og indælu vatni. Eftir að hafa lofað guð fynr hina dásamlegu björgun, tók ég upp úrig og athugaði slagæðina; hún sló ekki nema 49 sinnum á mínútu. Svo fór ég að drekka, fyrst varlega en síðan ákafar, því >að skal mikið vatn til að slökkva slíkan þorsta. Ég drakk og drakk þangað til ég hafði fengið nægju mína. Síðan settist ég fyrir og fann hvernig nýtt fjör færðist uid mig. Eftir nokkrar mínútur gerði slagæðin 56 slög. Hendur mínar, sem höfðu verið þurrar eins og spýtur, urðu mjúkar, blóð- ið streymdi hraðar og ennið varð rakt. Mér virtist lífið fegurra og dásamlegra en nokkru sinni áður. Svo fékk ég mér aftur að drekka og hugleiddi, hversu undraverð lífgjöf mér hafði hlotnazt. Hefði ég gengið einungis 50 skrefum meira til hægri eða vinstri, þá hefði ég farið fram hjá pyttinum1 og aldrei fundið hann. Og hefði ég skreiðst áfram í ranga stefnu, hefði e. t. v. verið 10—20 km. að næsta vatnspytti, en svo langt hefði ég aldrei komizt áður en svefninn ynni bug á mér. Hugur minn hvarflaði til Kas- im, sem lá dauðvona. Hann þurfti skjótrar hjálpar, ef takast mætti að bjarga honum. Ég sökkti vað- stígvélunum mínum í pyttinn og fyllti þau af vatni, stakk skóflu- skaftinu gegnum hankana og lagði svo af stað, léttur í spori, með þessa byrði á öxlinni. 1 skóginum var koldimmt og það var ómögU' legt að sjá slóðina. Ég kallaði nafn Kasims eins hátt og ég gat» en fékk ekki svar. Þá fann éS mér hrúgu af þurrum greinuiu og kvistum og kveikti í þeirö- Stór logi blossaði þegar upp. Það snarkaði og brakaði í þurru hrís- inu, og það sauð og hvæsti aí dragsúgnum neðan frá. Eldtungur fléttuðust upp eftir trjábolunuiö og lýstu upp koldimman skóginö með rauðleitum bjarma eins og i<m hádag. Kasim gat ekld verið langt undan; hann hlaut að sjá eldinn. Aftur leitaði ég að slóð- inni, en þar sem það bar engan árangur, hélt ég mig að eldinum> reisti stígvélin upp við trjárót oS lagðist svo fyrir, þannig að ég væri óhultur fyrir tígrisdýrum og öðrum villidýrum, en án þess að logamir gætu náð til mín, og sofnaði værum svefni. Þegar birti af degi fann óg slóðina. Kasim lá í sömu skorðum og þegar ég yfirgaf• hann. „Ég er að deyja“, hvíslaði hann, svo að vart heyrðist, en þegar ég bai1 annað stígvélið að vörum hanS, raknaði hann við og tók að drekka. Og hann tæmdi ekki að' eins það stígvélið, heldur hi^ líka. Þvínæst urðum við ásáttn’ um að verða samferða að vatnS' pyttinum. Að halda til baka á eyðimörkina, kom ekki til mála* Við höfðum soltið í heila viku þegar við höfðum slökkt þorst' ann, greip hungrið okkur.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.