Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 16

Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 16
18 D V ö L 7. opril 1955 Hann setti hrukkótta liendina bak við eyrað og liváði. Eg hækkaði róminn og spurði hins sama. Nú heyrði hann til mín og það kom á hann liræðslusvipur. — Jú, það get eg. Það eru lík- lega svona á að gizka tíu kíló- metrar. — Tíu kílómetrar! Svo langt færi eg ekki gangandi. Hann þagnaði og tottaði pipu sína i ákafa. Eg þóttist ekkert á honum græða og sneri frá, en þá kallaði hann til mín: — Bíðið svolitið. Þér munuð eiga við búgarðinn, þar sem hann Hanck Hickey myrti konuna sína? Eg jánkaði því. — Þar skeður nú margt und- arlegt og eg veit ekki hvort óhætt er að fara þangað með yður. En eg bý þar skammt frá og yður er velkomið að sitja á vagninum hjá mér þennan spöl. Þar sem ekki var annars kost- ur, tók eg þcssi boði hans og héldum við svo af stað. Okkur miðaði lítið áfram. — Bóndinn sat eins og steingerfing- ur alla leið og sagði ekki orð. Þessi þögn bóndans og hið til- breytingarlausa ferðalag hafði ónotaleg áhrif á mig. Eg fór að kenna einlivers uggs og tauga- óstyrks. Eg fór að hugsa um það, sem Jimmie hafði sagt mér og um hræðslusvipinn, sem kom á bóudoao. er hann heyrði hvert eg ætlaði. Nú fór mér að finnast, sem einhver fótur væri fyrir því, er sagt var um Hickey-búgarðinn. Gamli maðurinn nam staðar hjá hrörlegum bóndabæ og klifr- uðum við þar niður af vagnskrifl- inu. Eg bauð honum borgun fvr- ir flutninginn, en hann vildi ekki þiggja- — Nú skuluð þér halda sama veg áfram, þar til þér komið að krossgötum og beygja þar lil vinstri. Það er ekki um aðra bæi að gera á þessari leið og þess vegna ekki liægt að villast. Eg þakkaði nú bóndanum fyr- ir flutninginn og upplýsingarnar og hélt af stað. Þó að hlýtt væri í veðri var í mér einhver ónota- hrollur. Eg vonaði að Jimmie kæmi á móti mér, sérstaklega af því, að eg hafði búizt við, að hann tæki á móti mér á járnbrautar- stöðinni. En raunar gat hann ekki vitað fyrir víst um hvaða leyti eg kæmi. Eg kom nú að krossgötunum og beygði til vinstri handar. Hér lá vegurinn í gegnum dimman skóg, og myrkrið og kyrrðin, á- samt hinum daufa þyt i trjá- greinunum, setti í mig hroll- kenndan liræðslubeig. Eg reyndi að harka þetta af mér, en tókst það ekki með nokkru móti. Framhald.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.