Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 9
21. april 1935 D V Ö L 9 fræðingar við Lowell-tilsjónar- stöðina í Ameríku nýja plánetu, sem hefir verið nefnd eftir undir- heimaguðinum gríska, Pluto. Fannst hún við skekkjur í hreyf- ingui Neptúns á sama hátt og Neptún fanst við athuganir á skekkjum í hreyfingum Úrans. Sáu þeir þá, stjörnufræðingamir, að Plútó hafði komið á Ijósmynda. plötu hjá þeim', en þeir eigi veitt henni athygli fyrr. Nokkru áður hafði stjörnufræðingur einn í Hamborg fundið hana, en missti sjónar á henni. Er hún talin að vera lík að þvermáli og Úran, en umferðartími hennar er ekki ná- kvæmlega fundinn. Halda sumir hann vera 252 ár, en aðrir um 360 ár og fari hún þá yfir eitt stig (gráðu) á einu ári. Er hún ulm 1200 miljónir mílna frá Sól. Tveir dýrahringir. Mörgum mun þykja undarlegt að ’neyra nefnda tvo dýrahringi, því menn hafa venjulega eigi heyrt getið um nema einn dýra- hring. En stjörnuspekin þekldr að minnsta kosti tvo. Er annar þeirra dýrahringur sá hinn mikli, er myndaður er af hinum fjar- lægu stjörnum, sem við sjáum á himninum og hefir hvei-jum hluta hans verið gefið ákveðið nafn eftir afstöðú stjarnanna. Hafa menn hugsað sér línur dregnar milli stjarnanna og hafa myndir þær, sem þannig mótuðust, birt hluti eða dýr, sem við nefnum: Hrút, naut, tvíbura, krabba, .Ijón, mey, vog, sporðdreka, skotmann, steingeit, vatnsbera og fiska. Eru það með öðrum orðum hinar svo- nefndu stjörnuskipanir eða kon- stellationir. Dýrahring þenna hafa stjörnuspekingar Vesturlanda og í Ameríku ekki notað við athuganir sínar og fræðiiðkanir, því það er miklum erfiðleikum bundið að finna áhrif hans hér á jörðu og breytileik þann, er fer fram í honum við hreyfingar sólkerf- anna og samband þeirra við sól- kerfi vort. En stjömuspekingar fornaldar hafa einnig notað þenn- an dýrahring og það gera stjörnu- spekingar Austurlanda enn þann dag í dag. Er hér því stórt svið ennþá óunnið af stjörnuspeking- um Vesturlanda, sem bíða mun framtíðarinnar. Þá er hinn dýrahringurinn, sem stjörnuspekingar Vesturlanda nota við athuganir sínar. Er hann þannig, að Ijósvakasviðinu um- hverfis Jörðu er skipt í 12 jafna hluta og er hver þeirra um1 sig 30 stig eða gráður og hverjum þeirra gefið samskonar nafn og þeim 12 stjörnumerkjum hins mikla dýrahrings, er ég áður nefndi. Er dýrahringur þessi miðaður við sólbraut. Er sólbrautin lína dregin um jörðina, sem liggur yfir vorhnút eða jafndægramark, er Sól er í hvyrfilpunkti um 21. marz og nær 23 stigum 27 mín- útum norður fyrir miðjarðarlínu,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.