Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 13
.21. apríl 1935 D V Ö L 13 heilbrigðir, þá þurfa þeir okkar ekki með, en þeg-ar menn eru at- hyglislausir gagnvart heilbrigði sinni, þurfa þeir okkar með. Þegar menn gá sín ekki, þá er ykkar þörf. Þið alið bara upp í fólki að fara gálauslega að. Ég veit ekki hver gagnsemi getur tal_ izt af slíkum vísindum. Keisarinn snéri sér að Muj-See, sem var frægasta skáld Kinaveld- is og mælti í skipunarróm: Þú útskýrir gagnsemi vísindanna! Mú-Sea hneigði sig og brosti. — Sól himnanna! Eitt sinn átti einn forfaðir þinn ljómandi fallegan jurtagarð, með svo margbreytt- um blómum, að allar býflugur í Kína komu þangað í hunangsleit, — og ekki nóg með það. Fólkið staðnæmdist fjarri garðinum, andaði að sér ilminum og sagði sín á milli: Líklega hefir hlið himnanna verið skilið eftir opið í dag. Einu sinni komst kýr inn í garðinn, og hún sá mörg litfögur blóm sem hana langaði til að smakka á. Hún byrjaði að éta blómin. Hún tuggði rósina en spýtti henni því þyrnarnir stungu tungúna. Hún tugði liljur og lauka. nardux og jasmínblóm og spýtti öllu. Isju! ekkert bragð að þessu. Getur nokkur sagt mér hver sé gagnsemi þessara þrota? Sonur stjamanna! Mér finnst kýrin hefði ekki átt að spyrja þess arna! Zeus og Jo, höggmynd eftir Kai Nielsen, danskan málara. Keisarinn varð reiður. Höggvið af honum' höfuðið! Böðlarnir hjuggu höfuðið af Mu-Sea samstundis, Þegar keisarinn hafði alllengi horft hugsandi á höfuðlausan lík- ama skáldsins MmSea, mælti hann: Það var einn vitur maður til í Kína, og nú er hann dauður. Indriði Indriðason, þýddi úr ensku.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.