Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 14
14 D V ö L 21. apríl 1935 I lystigarðinum Eftir EUGENE JOFFE. „Fjandinn hafi lystigarðinn", sagði ég. „Það' er >ó eini staðurinn, sem um er að ræða“, sagði Roy. „Ég held ég vilji þá heldur sitja heima“. „Mér finnst nú ekki að við geta íarið neitt annað“. Hæguv andvaxi leið i|‘m götuna og það byrjaði að rökkva. „Mér er svo illa við að fara í lystigarðinn, því þar er svo mik- Ið af skordýrum, seml skríða á mann‘. „Við þurfum ekkert að dvelja þar“, sagði Roy. „Við verðum eh ki meira en fimm mínútur að ganga um garðinn og gæta að hvort nokkrir eru þar inni. Svo förum við aftur, ef engir eru þar“. „Ég vil að við förum] undir- eins aftur, enda þótt einhverjir séu þar. ,Ég skal sjá um það“, sagði Roy. „Ef einhverjir eru þar, tök- um við þá með okkur“. „Já, ég vil alstaðar frekar vera en í lystigarðinum“. Við fórum að ganga hraðar. Á svölum húsanna sat fólkið og naut svala kvöldloftsins, eftir heitan sumardag. Það horfði á okkur Roy ganga framhjá á gang- stéttinni. Eftir skamma stund komum við að lystigarðinum. Það lagði á móti okkur birtu frá ljós- keri, í gegnum limgirðinguna. Það dimmdi óðum. „Hvaða leið eigum við að fara um garðinn ?“ sagði ég. „Við göngum allan hringinn'U Við gengum eftir trjágöngun- um unz við komum í hinn enda lystigarðsins. Þar sáum við tvær stúlkur sitja á bekk. „Þetta líkar mér“, sagði Roy. „Þú verður að hafa orðið“, sagði ég. Við gengum til stúlknanna og brostum til þeirra. Þær voru einkennilegar með nýjar vasabæk- ur í keltunni og sléttgreitt hár. „Nei, sælar og blessaðar stúlk- ur mínar! Eruð þið einar?“ Stúlkurnar litu á okkur sem snöggvast, en sátu svo kyrrar og liorfðu framundan sér. „Það er heldur ekki gott, að þið séuð einar“. „Það er heldur ekki gott að við séum einir“. „Komið þið nú stúlkur mínar“, sagði Roy. „Við skulum1 fá okkur skemmtigöngu. Langar ykkur ekki til að skemmta ykkur í kvöld ?“ „Það verður óskaplega gaman að vera með okkur“, sagði ég. „Fallegar stúlkur eins og þið, eigið ekki að vera einar“, sagði Roy.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.