Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 3
28. apríl 1935 D V Ö L 3 Ótalað orð Eftir LLOYD MORRIS Þetta er fallegt herbergi, sagði Philip Leighton við ungfrú Fair- lie, þegar þau gengu inn í bóka- herbergið. Varian hefði orðið hrif- inn af því, hugsið yður hvað hann hefði notið þess að sitja hérna við stóra gluggann og horfa út yfir Miðjarðarhafið. Þetta var fyrsta viðurkenningin, sem hann hafði nokkru sinni geí-. ið henni, og hann vonaði að Iso- bel Fairlie skildi, að þetta var sáttaboð frá hans hálfu. Hann lang- aði til að láta hana finna, að hann fyrir sitt leyti léti niður falla alla óvild. Það var ánægjulegt að gera sér grein fyrir því, að nú hafði hann ráð á því að vera göfugiynd- ur. Frægð hans vegna æfisögu Gy Varians hafði jafnað allar gaml- ar skuldir. Þetta hlaut Isobel Fair- lie að hafa fundið, annars hefði hún ekki látið hann taka lykkju á leið sína á ferð hans til ítalíu og- boðið honum að heimsækja sig 4 landsetri sínu. I velgengni sinni fannst honum fyrirlillegt að ganga með gremju í geði. En vegna þess hve minningin var sár um síðustu fimm árin af æfi Varians, fannst honum mikið til um göfuglyndi sitt aö ætla að fyrirgefa konunni, sem hafði næstum eyðilagt hið ánægju- lega samband og samstarf þeirra. Meðan Leighton talaði, settist Isobel Fairlie við kaffiborðið. Kyrrlát og athugul helti hún kaff- inu í bollana, svo þetta einfalda starf varð næstum hátíðlegt. Leighton leit á hana og undraðist, liversu lítið hún hefði breytzt þessi sjö ár, sem liðin voru frá því hann sá hana. Hún var jafn grannvaxin, jafn föl yfirlitum og hárið jafn ljóst og áður. Enn hvíldi yfir henni þetta sama undarlega hugboð um sak- leysi, sem fyrir löngu síðan hafði gert hann vopnlausan gagnvart henni og seinna gert honum órótt. Hún hlaut að vera komin yfir fimmtugt, hugsaði hann með sér, en hún bafði varðveitt hina ein- kennilegu líkingu af myndinni af Guðsmóður eftir Botticelli og með tilliti til munnmælanna um hana fannst honum það ástæðulaust háð. »Kaffi, herra Leighton?« Hún rétti honum bollann og hélt svo áfram: »Þakka yður fyrir það, sem þér sögðuð áðan. Mér hefir stund- um dottið í hug, að hann hefði getað orðið hamingjusamur í þessu húsi.« Leighton dreipti í kaffið, sem var afbragð gott. Svo sagði hann, eins og hann væri að rifja upp minningar sínar: »Varian var allt af glaður yfir að koma heim til Marlow eftir hverja heimsókn til yðar, einnig eftir síðustu dvöl hans

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.