Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 5
28. apríl 1935 D V Ö L 5 Honum hnykkti við ósvífnina, sem fólst í þessari athugasemd. »Hamingju,« sagði hann og kenndi háðs í röddinni. »Já, hamingju, herra Leighton. Það var mitt hlutverk að veita honum dálitla hamingju — —« Rödd hennar dó út, og hún fór að færa til perlurnar á festinni sinni með annari hendinni. Pað minnti hann á fyrri samfundi þeirra. Þeg- ar þau sátu að kvöldverði í íbúð Varians í London, hafði einu sinni orðið hlé á viðræðunum. Þá tók hann eftir þessum kæk hennar með perlurnar. Hann stóð óákveð- inn og beið eftir því, að hún héldi áfram, og hugurinn hvarflaði aft- Ur að þessum kvöldverði, fyrir löngu. Honum flaug í hug athuga- semd hennar, þegar Varian hafði snöggvast skilið þau eftir ein. Þá sagði hún: »Eg vona að við verð- Um vinir, herra Leighton. Vinátta okkar beggja við mikilmenni ætti að sameina okkur.« Áður en hann hafði tíma til að svara, kom Vari- an aftur inn í herbergið. Um stund ríkti algjör þögn. Svo spurði hún: »Finnst yður það ekki ondarlegt, að þó við höfum aðeins tvisvar sézt, höfum við þó haft talsverð áhrif hvort á annars líf? Eg geri ráð fyrir, að í raun °g veru hafi allt af verið talsverð- or fjandskapur á milli okkar. Yð- ur fannst ég komast upp á milli J'kkar Varians, eða var það ekki svo, herra Leighton? Og mér fannst þér vera kröfuharður verk- stjóri. En aldrei efaði ég einlægni vináttú yðar við Guy. Þér efuð- uð einlægni mína. Var ekki svo?« Árás hennar komhonum á óvart. Hann leitaði að hæversku svari, en gat aðeins stamað fram jái. Hún hélt áfram, eins og hún hefði ekki heyrt hvað hann sagði. »Yður þótti vænt um listamann- inn, en mér um manninn. Ég skil þann mun ágætlega, en það sem enn er mér ráðgáta, er, hvers vegna yður var svo afar illa við mig.« Leighton sat undir þessari köldu gagnrýni ráðalaus og hjárænuleg- ur. Meðan hann þagði og reyndi að átta sig, hélt hún kurteisléga áfram. »Reynið að vera hreinskil- inn, herra Leighton. Þér eruð að því kominn að neita því, að yður hafi verið illa við mig, en það hef- ir yður verið frá því fyrsta að ég varð vinkona Guy Varians. Segið mér nú hvers vegna.« Leighton var sár yfir því, hvílík áhrif spurningar hennar höfðu á hann, því honum fannst hún gera sér rangt til. En svo blossaði upp í honum löngunin til að segja henni sannleikann afdráttarlaust. Hann hafði boðið henni sætt, en hún hafnað. Hann þurfti því ekki að sýna henni meiri miskunnsemi. Sjö ára niðurbæld reiði blossaði upp og lýsti sér í svari hans. »Ég furða mig á spurningum yðar ungfrú Fairlie. Ég kem hing- að efti,r ósk yðar reiðubúin að láta allt liðið vera gleymt. En fyrst þér

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.