Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 6
6 D V Ö L krefjizt að heyrasannleikann, skul- uð þér fá það. Hann þagnaði til að reyna að ná valdi yfir æsingu sinni. Hann langaði að sýna geð- stillingu. »Ég unni Guy Varian á þann háít, sem ég get ekki útskýrt fyrir yður. Þegar ég hitti hann fyrst fyrir seytján árum, var ég rétt byrjaður minn eigin rithöfundar- feril, þó — smár væri. Þá bauð hann mér ritarastöðuna hjá sér og mér fanst heiður að taka því boði. Ég dáði hann framar öllum rithöf- undum. Þegar ég bar saman tæki- f ) ið til að kynnast honurn og um- gangast hann, við mína fyrri frægðardrauma urðu þeir gersam- lega einkisvirði. Eg yfirgaf þá saknaðarlaust og varð skriíari Varians og að talsverðu leyti ná- inn félagi hans. Isabel Fairlie sagði: »Það var óeigingj ar.nt af yður herra Leight- on að yfirgefa yðar eigið lífsstarf«. »Ég naut þess,« sagði Leighton. »Eg gladdist yfir því að geta orðid Varian að liði og ég var hamingju- samur, uns ég hitti yður ungfrú Fairlie.« Iíún hélt áfram að færa til perl- urnar á hálsfestinni sinni. »A hvern hátt eyðilagði ég hamingju yðar?« spurði hún. Hann brosti og naut þessarar langþráðu stundar. »Áhrif yðar voru að verulegu leyti skaðleg,« sagði hann. »Hvort sem þér vitið það eða ekki, ungfrú Fairlie, var það yðar sök, að Varian lauk al- 28. apríl 1935 drei við Kristalsvasann. Um fimm ára skeið, meðan trúnaðarvinátta ykkar stóð, var hann næstum al- veg óhæfur til að leggja á sig' nokkra vinnu. Ef ég hefði ekki þekkt Varian eins vel og ég gerði, hefði ég ímyndað mér að hann elskaði yður, og sumt benti jafn- vel til þess, að hann bæri til yðai' vonlausa ást — —« Leighton þagnaði skyndilega. Hann varc) fyrir vonbrigðum meo á.hrifin af ákæru sinni. Án cgjusvipurinn á rngfrú Fairlie var með öllu óskilj- anlegur. Honum flaug í hug, ad ef til vildi hefði hann aðeins kitl- að óseðjandi hégómagirni hennar. »En þér vitið, að hann elskaði mig ekki,« sagði hún með áherzlu. »Já, auðvitað,« flýtti hann sér að fullvissa hana. »Aðrir hefðu getað álitið, að hann elskaði vðui', og líklega hefir það verið almenn- ingsálitið. En auðvitað vissi ég hið sanna í því efni. Varian var kven- hatari. Tilfinningaleysi hans gagm vart konum var alþekkt og átti djúpar rætur. Hann hafði ánægju af að horfa á fagrar konur og sitja næst þeim við veizluborð. Hann henti gaman að heimsku þeirra, en annars voru þær honum einkis virði og hann gekk fram hjá þeim, eins og þær væru ekki til. Líklega hafið þér verið eina undantekning- in í hans löngu reynslu í sam- kvæmislífinu. Ég býst við, að hann hafi virt gáfur yðar og fundizt það hafa örfandi áhrif á sig að tala við yður. Einmitt þess vegna

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.