Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 8
8 D V Ö L 28. apríl 1935 erche du temps perdu». Orðasveim- ur gekk um það að enskur stjórnar- fulltrúi hefði sagt af sér, af því að konungsfjölskyldan hefði ekki hirt um að hafa ungfrú Fairlie meðal gesta sinna í Sandringham. Svona hélt Varian áfram með sinni jöfnu háðslegu rödd og heillaði Leighton með sögunni um konuna, sem hafði vegna þess að hana vantaði feg- urð, þroskað gáfur sínar og kúgað menn til aðdáunar á sér með vits- munum sínum og glampandi m-xlsku. Sjálfur efaði Varian sög- una og nöldraði um það, að hún væri efalaust skáldskapur og hann mundi ekki hafa annað upp úr því að hitta hana, en þá vafasömu á- nægju að fá grun sinn staðfestan. Að lokum hafði Leighton fengið hann til að þiggja heimboð Pet- ershams. »Að lokum,« sagði hann við ung- frú Fairlie, »benti ég honum á, að háð hans og útásetningur væri sprottið af forvitni og líklega hleypidómum. Honum var stríðni í þessu og sagði mér að hringja til Petersham’s og segja, að hann kæmi. Hann fór nöldrandi af stað. Ungfrú Fairlie heiðraði Leighton með guðsmóðurbrosi sínu. »En hitt samtalið. Var það síðar?« Leighton fann, að hann varð að segja söguna til enda. »Seinna þetta kvöld kom Varian heim úr bo<5- inu himinlifandi glaður. Hann var svo glaður, að hann var hreint og beint skrafhreifinn. Hann sagði, aó þér ættuð frægð yðar skilið. Hann sagðist hafa talað lengi við yður og svona ánægjulegt samtal hefði hann ekki átt við nokkurn mann árum saman. Pað var ekkert smá- ræðis hrós í munni Varians. Lík- lega hefir hann orðið var við undr- un mína og flýtti sér því að full- vissa mig um að ákjósanlegast hefði verið, að þið sæjust ekki oft- ar, því hrifning sín mundi verða ad engu við næstu samfundi. Hún væri fyrirboði þess, að ellin væri í nánd. Hann bjóst statt og stöð- ugt við að verða fyrir vonbrigð- um, þegar hann hitti yður næsta dag. En hvað það var annars ólíkt Varian að rnæla sér mót við yður næsta dag, og í einfeldni minni benti ég honum á það. En þá hætti hann frásögn sinni og breytti um umræðuefni.« »Og minntist hann aldrei á mig framar?« »Nei, hann minntist aldrei á yð- ur framar,« sagði Leighton að því undanskildu að hann sagði mér frá því nokkrum dögum síðar að hann hefði boðið yður til kvöldverðar í íbúð sinni.« Leighton hló og sagði svo því til skýringar: »Hann jag- aðist í eldhússtúlkunni alveg þang- að til borðhaldið byrjaði og ég varð að friða hana.« »Svo kom ég. Munið þér eftir því að ég óskaði að við yrðum vin- ir?« Leighton kinkaði kolli. »Eitt þótti mér einkennilegt sagði hann með hægð. »Eftir að Varian sag'ðí mér frá samtali ykkar, þráði ég

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.