Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 9
28. apríl 1935 D V Ö L 9 að hitta yður og heyra yður tala Undir borðum beið ég alltaf eftir að heyra yður tala, en Varian hafði alltaf orðið. Og hvað honum tókst upp. Eg hefi aldrei heyrt hann mælskari. En þrátt fyrir þac) voru mér það vonbrigöi að heyra ekkert til yðar. Að lokum datt mér í hug, að þér væruð ófrjálsar mín vegna.« Hann þagnaði. Hún beygði þann- ig höfuðið að hann sá ekki í augu hennar. Hann furðaði sig á hvers vegna. En hún gerði enga athuga- semd og svo hélt hann áfram. »Við Varian minntumst aldrei á þetta kvöid. Um það leyti var hann farinn að afkasta minnu. Fyrir- lestri hans hrakaði. Honum var auðsjáanlega ómögulegt að festa hugann við bókina sína. Ef til vill tók hann sér það nærri. En hugs- anlegt er einnig, að honum hafi þótt algjör þögn mín um yður sýna óánægju, enda var það rétt. En ef til vill hefir líka samvizkan ó- náðað hann, því að útgefendur höfðu auglýst bókina hans um haustið. öánægja hans kom fram í stöðugum ónotum við mig. Það var erfiður tími.« »Fyrirgefið þér. Ég vissi aldrei — —,« sagði Isabel Fairlie með iðrandi rödd. »Hann hagaði sér eins og ást- sjúkur drengur,« hélt Leighton á- fram. »Þegar þér fóruð frá Lond- on, fórum við til Marlon. Eg von- aðist eftir að fjarvera yðar og dvöl hans í sveitinni myndi gera hann starfhæfari, en það brást alger- lega og eirðarleysi hans fór vax- andi. Á kvöldin lokaði hann sig inni í bókaherberginu og sagðist þurfa að skrifa áríðandi einkabréf. Ég vissi að hann vildi ekki nota nenna sjálfur — því hann las mér ætíð bréf sín fyrir. Ég áleit þess- vegna að hann væri að skrifa yður öagleg bréf. Eg athugaði póstkass- ann okkar og sá aldrei eitt ein- asta bréf til yðar. Hann hlýtur að hafa farið með þau í póstinn sjálf- ur. Svo í ágúst tilkynnti hann mér, að hann tæki sér orlof og færi til Lido. Eg vissi ekki fyr en hann var farinn, að þér hefðuð komið yður þar fyrir.« »0g yður datt ekki í hug, að hann væri ástfanginn af mér,« sagði Isobel Fairlie hljóðlega. Leighton hristi höfuðið. »Nei, ekki í eitt einasta skifti, þessi næstu fimm ár.« Hann hugsaði sig örlítið um og sagði svo í mjög lág- um róm. »Það hefði verið betra, ef svo heföi verið, ungfrú Fairlie. Þá hefði hann orðið albata aftur eins og fyrirrennarar hans. En þér voruð ekki svo göfuglyndar að leyfa honum að fella ást til yð- ar. Hann var gamall maður og sannarlega mestur allra yðar vina. Eg geri ráð fyrir, að þér hafið þráð að bæta honum við safn yðar fyrir full og allt. Sá sigur yðar hefði átt að fullnægja hégómagirni yðar. En duttlungar yðar rændu heiminn bðkmenntalegu meistaraverki.« Leighton varð litið á hana og sá

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.