Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 28. apríl 1935 að augu hennar flutu í tárum. »Fyrirgefið að ég hefi verið 6- nærgætinn,« sagði hann. »En þér báðuð mig að segja sannleikann og ég hefi verið hreinskilinn.« Isobel Fairlie þurrkaði augun með fíngerðum klút. Eg er yður þakklát sagði hún og reis á fætur. Þér hljótið að vera mjög þreyttur eftir ferðalagið, og þér eigið fvrir höndum að leggja af stað snemma í fyrramálið. Ég ætla ekki að tefja yður lengur, herra Leighton. Við hittumst aftur í fyrramálið, áður en þér leggið af stað. Svo bætti hún við, eins og hún myndi allt í einu eftir smávægilegri, en þó sjálfsagðri gestrisnisskyldu. »Eg lag'ði nokkrar bækur á borðið við rúmið yðar. Ég bið yð- ur að gera svo vel og segja mér álit yðar um þær í fyrra- málið. Yður finnst þetta eílaust einkennileg ósk, en þér munuð skilja hana, þegar þér athugiðbæk- urnar.« Svo rétti hún honum hend- ina og sagði: »Góða nótt, herra Leighton. »og ég þakka yöur.« Leighton afklæddi sig í hægð- um sínum uppi í gestaherberginu og var enn að velta því fyrir sér hversvegna Isobel Fairlie hefði beðið hann að heimsækja hana á landsetri sínu. Hann hafði sent henni í heftingu eintak af a:fisögu Varians. Hálfum mánuði seinna sendi hún honum viðurkenningu símleiðis og bauð honum jafnframt að heimsækja sig í Eze. Hann svaraði einnig símleiðis og lofaði að gista eina nótt hjá henni á leiðinni til Riviera í Italíu. Hann hafði furðað sig á þessu heimboði, eins mikið yfir því sem það sýndi ekki eins og yfir því„ sem það sýndi. Þegar hann hugsaði sig um minnt- ist hann þess að sú eina tilkynn- ing, sem hann hafði tekið á móti frá lænni áöur var álíka fáorð. Hann sá um eftirlátna muni Vari- ans og fann meðal þeirra lítinn pakka, er skrifað var utan á til hennar með rithönd Varians. Pakkanum fylgdi miði frá Varian, þar sem hann bað Leighton aó senda pakkann tafarlaust eftir dauða sinn og án þess að rannsaka hvað í honum væri. Pakkinn var lítill, en þungur og í kassa. Leight- on sendi hann þegar í stað. Viku seinna tók hann á móti formlegri viðurkenningu. Hann minntist þess nú, að hann furðaði sig á, að hún skyldi ekki gefa honum neinar upplýsingar um, hvað var í böggl- inum. Ilvað, sem þetta heimboð átti að boða, leyndi það sér ekki, að æfi- sagan hafði haft djúp áhrif á ung- frú Fairlie. Leighton fann, að hann hafði þegið boðið af hégómaskap- Skrifarinn hafði verið lítið meira enn vinnuhjú. Höfundur æfisög'- unnar var sérstæður persónuleiki. örfaður af góðum blaðadómum fannst honum engin hætta að mæta ungfrú Fairlie. Hann fann það nú í fyrsta skifti, að hið eigin- lega misklíðarefni þeirra hefði ver- ið baráttan um Varian. Þó undar-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.