Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 11

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 11
28. apríl 1935 D V Ö L 11 legt megi virðast, var þessari bar- áttu lokið áður en hann kom í betta boð. Það var vegna þess orð- stírs, ,sem hann hafði hlotið fyrir bók sína. Varian var nú óhrekj- anlega, ævarandi og opinberlega skrínlagður milli blaðanna í bók- inni hans, og í krafti þessarar stað- reyndar hafði hann Pbilip Leight- on aflað sér álits og virðingar og var fær um að mæta málsnilld og gáfum ungfrú Fairlie. Hún hafði líka verið einstaklega lotningarfull, það fann hann nú. Undir borðum hafði hún lagt fyrir hann margar spurningar, sem snertu æfiferil Varians. Hann minntist þess nú og furðaði' sig á því að hann hafði talað talsvert lengi um deilu Varians við Whistl- er og um ]-itdeilu hans við Shaw þegar Búastríðið stóð. Leighton flaug í hug að skrafhreifni hans benti í þá átt að áhugi hennar hefði örfað hann, því þreyttur hafði hann verið eftir langa ferð frá París og ófær til allrar áreynslu. Honum datt í hug, hvað það væri undarlegt að í bæði skiftin, sem hann hafði matast með ungfrú Fairlie hafði hún algerlega brugð- ist því að sýna málsnilld sína, sem hún var þó svo fræg fyrir víða vega. Leighton fór í náttfötin sín, gekk út að glugganum, opnaði hann og starði um stund á tunglsgeislarák- ina á hafinu, en lionum varð fljót- lega kalt, svo hann gekk frá glugg- anum innar í herbergið. Snemma næsta morgun átti bíll ungfrú Fairlie að flytja hann til Nice. Næsta kvöld yrði hann kominn yfir ítölsku landamærin. Ef að líkum lét voru þetta síðustu samfundir þeirra ungfrú Fairlie. Og á þess- um samfundum græddi hann ekki nokkurn skapaðan hlut. Honum gramdist og sneri sér snöggt við til að slökkva Ijósin. En á náttborðinu logaði á Rósa-kvarts lampa til að lesa við. Þegar hann ætlaði að stíga upp í rúmið, veitti liann eftirtekt að í röð á náttborð- inu lágu fimm litlar vasabækur í leðurbandi. Nú mundi hann eftir liinni einkennilegu bón ung'frú Fairlie. Hann fann til óttabland- innar geðshræringar, greip eina vasabókina og opnaði hana. Hver síða var þéttskrifuð með hinni ó- jöfnu rithönd Varians. Hann skoðaði hinar bækurnar í flýti. Þær voru allar þéttfylltar með skrift Varians. Leighton fékk skyndilega hugboð um, að hann mundi gera óþægilega uppgötvun, ef hann læsi þær og snöggvast í- hugaði hann, hvort hann ætti að neita að lesa þær, en forvitnin varð yfirsterkari og hann byrjaði að lesa. Framh. H ú n: Mig dreymdi að ég væri að deyja. Ég hafði veikzt af of- kælingu. Þú sazt við rúm mitt sagðir í 8Ífellu: Æ, hefði ég aðeins geþð henni loðkápuna, sem hún var að biðja mig um, þá hefði ekki farið svona. j

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.